Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 29
BjöRn ÆGIR nORðFjöRð
28
kvikmyndahús í meira mæli en flestar aðrar,18 var auðvitað lítið annað að
sjá en erlendar myndir, og ekki síst Hollywood-myndir. Beint eða óbeint lá
því við að gera ætti þjóðlegar myndir og kvikmyndir vorsins bera þess svo
sannarlega merki.
9. áratugurinn: Þjóðleg kvikmyndagerð
Þótt þær séu um margt ólíkar draga lykilmyndir upphafsársins 1980, Land
og synir (Ágúst Guðmundsson) og Óðal feðranna (Hrafn Gunnlaugsson),
skýrt fram þessa þjóðlegu nálgun. Báðar voru gerðar á íslensku, alfarið af
íslenskum kvikmyndateymum og fjölluðu um séríslenskan veruleika.19 Sam-
band sveitar og borgar var í brennidepli í báðum myndum, en sú nostalgíska
sýn sem einkenndi mynd Ágústar Guðmundssonar var á öndverðum meiði
við biturt uppgjör Hrafns Gunnlaugssonar. Þjóðlega áherslan á níunda ára-
tugnum birtist líka í talsverðum fjölda aðlagana á virtum bókmenntaverkum,
en auk Lands og sona eru mikilvægar í því sambandi Punktur punktur komma
strik (Þorsteinn jónsson, 1981), Jón Oddur og Jón Bjarni (Þráinn Bertels-
son, 1981), og sérstaklega Útlaginn (Ágúst Guðmundsson, 1981), Atómstöðin
(Þorsteinn jónsson, 1984) og Kristnihald undir Jökli (Guðný Halldórsdóttir,
1988). Þessi áhersla á aðlaganir á bókmenntaverkum reyndist þó ekki lífs-
seig og það eru fá merki þess að aðlaganir séu algengari í íslenskri kvik-
myndagerð en öðrum þjóðarbíóum – vel mætti færa rök fyrir hinu öndverða.
önnur lífsseig goðsögn telur víkinga og Íslendingasögur skipa stóran sess í
þjóðarbíói Íslendinga,20 en staðreyndin er sú að Gísla saga Súrssonar er ennþá
eina Íslendingasagan sem gerð hefur verið eftir leikin kvikmynd. Því er þó
ekki að neita að þríleikur Hrafns, Hrafninn flýgur (1984), Í skugga hrafnsins
(1987) og Hvíti víkingurinn (1991), gefur áratugnum nokkuð „víkingalegt“
yfirbragð þótt fyrirmyndir hans væru ekki síður sóttar út fyrir landsteinana
en til Íslendingasagnanna.21
18 Sjá samanburð á aðsókn í kvikmyndahús eftir þjóðlöndum hjá Charles Ackland,
Screen Traffic: Movies, Multiplexes and Global Culture, Durham: Duke University
Press, 1998, bls. 253–255.
19 Þriðja myndin, Veiðiferðin (Andrés Indriðason), sem frumsýnd var árið 1980 var að
sama skapi íslensk en að öðru leyti annars konar mynd. Þar er um að ræða barna- og
fjölskyldumynd, og þótt slíkar myndir hafi aldrei orðið ráðandi þáttur í íslenskri
kvikmyndagerð, hafa þær verið gerðar nokkuð reglulega, og full ástæða til að rekja
sögu þeirra sérstaklega (þótt ekki sé svigrúm til þess hér).
20 Sjá til að mynda Gunnar Iverson, Astrid Soderbergh Widding og Tytti Soila, Nordic
National Cinemas, London og new York: Routledge, 1998, bls. 95.
21 Bjørn Sørenssen, „Hrafn Gunnlaugsson – The Viking Who Came in from the