Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 60
uppHAF KViKmYNDAALDAR á ÍSLANDi
59
margar af mindum þessum eru góðar t. d. mindirnar frá díragarð-
inum í Lundúnum og Búastríðinu, en sumar þeirra eru aftur slæm-
ar. Vil eg þar geta mindar af járnbraut, við hana vantar öll hljóð,
vagnskrölt og blástur, auk þess er hún gömul og farin að gulna. 61
Þrátt fyrir þessar umkvartanir um gulnun og skort á hljóðsetningu, sem
verður að teljast lúxusvandamál í fyrstu atrennu kvikmyndasýninga á land-
inu, voru viðbrögðin við sýningunum annars einróma jákvæð. Í umfjöllun
blaðamanns Vestra á Ísafirði voru Hallseth og Fernander spurðir hvort áætl-
anir væru uppi um kvikmyndatökur á Íslandi og hvort það yrði þá sýnt í
öðrum löndum í framhaldinu ásamt fyrirlestrum:
Þegar þeir Fernander og Hallseth koma heim, ætla þeir að sýna
myndir frá Íslandi og halda fyrirlestra um Ísland og ferðir sínar
hjer. Láta þeir mikið vel yfir ferðinni og má því gera ráð fyrir að
þeir beri Íslendingum vel söguna.62
Ekkert hefur spurst til þessara mynda. Eggert Þór ræðir upptökurnar með
hliðsjón af viðtalsbútnum hér að ofan, en meira er ekki vitað, á þær er ekki
minnst í dagskrám á síðari ferðalögum Hallseths og Fernanders um Norð-
urlöndin og enginn annar blaðamaður minnist á upptökur á þeirra vegum.63
Það bendir því allt til þess að þeir hafi ekki tekið upp myndefni á Íslandi á
meðan dvöl þeirra stóð.64
Hallseth og Fernander luku ferð sinni um Ísland í Reykjavík og yfir-
gáfu landið með póstgufuskipinu Ceres 9. ágúst. Ekki er ljóst hversu margar
sýningarnar í Reykjavík urðu, en mánudaginn 3. ágúst var sýning á dagskrá
sem var líklega sú síðasta í ferðinni.65 undir lok ferðalags þeirra 11. ágúst
1903 birtist stutt tilkynning í Fjallkonunni, en hún hljóðar svo:
61 p. Z., „Lifandi mindir“, Ingólfur, 02. 08. 1903, bls. 83.
62 Vestri, 11. 07. 1903, bls. 143.
63 Sjá til dæmis auglýsta dagskrá þeirra í Danmörku árið 1904: Vestjyllands social demo-
krat, 264. tölublað, 11. 11. 1904, bls. 3. Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi
mynda“, bls. 818.
64 Bæði er þessi kenning afrakstur rannsóknarvinnu undirritaðs, en einnig veit sá
fræðimaður, outi Hupaniittu, sem þekkir störf Hallseths og Fernanders hvað best,
ekki til þess að þeir hafi nokkurn tíma auglýst myndir frá Íslandi á sýningarferðum
sínum eftir Íslandsheimsóknina. Þá kannast hún heldur ekki við að þeir hafi almennt
tekið upp myndefni annars staðar. Vitnað er í doktorsritgerð hennar um fyrstu ár
finnskra kvikmynda hér að ofan, en hún hefur rannsakað sýningarferðir félaganna
ofan í kjölinn.
65 Ísafold, 01. 08. 1903, bls. 196.