Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 240
ÁHRIF SIðBóTARInnAR Á ÍSLAnDI
239
Þróun nútímalegra velferðarkerfa hófst á 19. öld í kjölfar víðtækra þjóð-
félagsbreytinga þar sem iðnbyltingin og aðrar breytingar á sviði atvinnuveg-
anna, þéttbýlismyndun, fólksfjölgun og lýðræðisvæðing skiptu miklu máli.
Þá hefur löngum verið litið svo á að aukinn viðgangur og áhrif sósíalískrar
verkalýðshreyfingar hafi ráðið mestu um upphaf þeirra. Síðar hefur verið
bent á að fleiri hagsmunaaðilar, þjóðfélagshópar og pólitísk öfl hafi lagt sitt
af mörkum í þessu efni sem og að söguleg þróun til langs tíma hafi átt sinn
þátt í mótun og útfærslu velferðarkerfanna.132
Sérstaklega hefur verið bent á að slík langtímaþróun hafi sett sitt mark á
norrænu velferðarkerfin. Þeim er ætlað að ná til allra einstaklinga í samfélag-
inu. Þau eru að verulegu leyti kostuð af skattfé og lúta yfirstjórn ríkisvaldsins
þótt framkvæmdin og dagleg stjórn sé að miklu leyti í höndum staðbundinna
stjórnvalda t.d. sveitarfélaga en áður gegndu sóknir mörgum hlutverkum
sem þau tóku síðar yfir. Þetta greinir norrænu velferðarkerfin frá kerfum
sem að mestu byggja á samvinnu afmarkaðra samfélagshópa, eru að mestu
kostuð af tryggingafé þeirra og ná því einkum til launþega. Velferðarkerfi
af því tagi eru algeng á meginlandi Evrópu m.a. í kaþólskum löndum eða á
svæðum þar sem margar kirkjudeildir starfa.133
Sérleiki norrænu velferðarkerfanna hefur verið skýrður svo að þau séu
þróuð í gamalgrónum konungsríkjum sem einkennst hafi af mikilli menn-
ingarlegri og trúarlegri samstöðu til langs tíma. Þar hafi eining ríkis og
kirkju valdið því að verkefni sem áður voru í höndum kirkjunnar gátu færst
átakalítið yfir á ríkisvaldið eftir því sem það efldist. Kirkjan myndaði svo
burðarvirkið í innviðum samfélagsins og náði til hvers króks og kima sam-
félagsins og mögulegt var að fela prestum margháttuð hlutverk sem síðar
lögðu grunn að ríkisvelferðinni: skráningu þegnanna og eftirliti með þeim,
trúfræðslu og félagsmótun, tilsjón með almenningsfræðslu, bólusetningar
og svo mætti lengi telja.134 Að þessu leyti má vissulega líta svo á að þróun
miðstýrðs konungsríkis og siðbótin á 16. öld hafi saman skapað söguleg-
ar forsendur fyrir þróun hinna sérstöku, norrænu velferðarkerfa á 19. og
20. öld.135 Það merkir á hinn bóginn ekki að norrænu velferðarkerfin geti
132 Tim Knudsen, „Tilblivelsen af den universalistiske velfærdsstat“, Den nordiske
protestantisme og velfærdsstaten, ritstj. Tim Knudsen, Århus: Center for europæisk
kirkeret og kirkekundskap, Aarhus universitetsforlag, 2000, bls. 20–64, hér bls.
25–28, 34–36.
133 Sama rit, bls. 20–24, 29–34.
134 Sama rit, bls. 42–61.
135 Ítrekað skal að hér er litið á siðbótina og þróun miðstýrðs ríkisvalds sem samtímaleg