Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 129
BjöRN ÞóR VilHjálMSSoN
128
hann bendir á að vídeóleigur takmarki aðgengi barna að bönnuðu efni með
miðunum sem Níels sjálfur og Kvikmyndaeftirlitið útdeila á allar spólur.
Hvað svo sem lá að baki afsvari Níelsar, hvort hann hafi stuðst við gögn
eða huglæga tilfinningu þegar hann neitar því að aldursmörkum sé fylgt
á myndbandaleigum, þá var þetta leiðin sem hefði átt að fara. Að telja það
ákjósanlegri kost að taka upp ritskoðun í landinu frekar heldur en að setja á
laggirnar og viðhalda skilvirku og öruggu útleigukerfi í samstarfi við mynd-
bandaleigurnar var vanhugsað. Það leiddi, eins og Sjón bendir á, til þeirrar
óviðsættanlegu niðurstöðu að „vanhæft fólk“ hafði það að starfi að „taka
þann sjálfsagða rétt af fullorðnu fólki að horfa á kvikmyndir“. Þá er vafa-
laust vandasamt að fara með úrskurðarvald um það hvað sé list og hvað sé
sorp. En þótt hvorugt fyrirbærið eigi sér tilvist umfram þá sem lausgyrt og
tímabundin skoðanabandalög kalla fram þá fylgir listrænu úrskurðarvaldi
ábyrgð sem Níels virðist ekki hafa staðið ýkja vel undir, hann virðist í öllu
falli heldur áhugalaus um það sem list viðkemur („á sínum tíma voru nýju
fötin keisarans geysileg list“).
Í Samúels-greininni tekur Sjón saman lista yfir slettumyndir, lesendum
til ánægju og uppfræðslu, og merkir þær sem eru á bannlista Kvikmynda-
eftirlitsins með stjörnu, en bætir svo við, kankvís í bragði, að margar þeirra
sé „hægt að finna á myndbandaleigum ef vel er leitað“.119 á lista Sjóns var
að finna sígildar slettumyndir á borð við Suspiria (Dario Argento, 1977) og
Dawn of the Dead (george R. Romero, 1978), örlítið sértækari valkosti á
borð við Pink Flamingos (john Waters, 1972), en svo er einnig teflt fram ögr-
andi tilnefningum eins og Raiders of the Lost Ark (Steven Spielberg, 1981).
En umfram það að skoða og velta vöngum yfir myndunum sem Sjón valdi
á listann væri hægt að staldra við stjörnumerkinguna sjálfa. Með henni eru
bannlistamyndirnar aðgreindar frá öðrum slettumyndum og settar saman í
sérstakan flokk. Nú færi líka vel á því að rifja upp gátu árna Þórarinssonar,
„Hvað á mannætu- og nauðgunarmyndin illræmda Cannibal Holocaust sam-
eiginlegt með hinni frægu kanadísku vísindahrollvekju Scanners?“ Svarið var
auðvitað ekkert, þar til nýverið. Þá áttu þær það skyndilega sameiginlegt
að tilheyra kvikmyndagreininni „íslenska bannlistamyndin“. Þar er auðvitað
um dálítið óvenjulega kvikmyndagrein að ræða, hún er hvorki skilgreind
af sameiginlegum táknheimi né frásagnarmynstri. Í raun er ekki hægt að
benda á sameiginleg textafræðileg einkenni og ekki er heldur hægt að rekja
sögu greinarinnar, nema með því kannski að benda á að primus motor hennar
hafi verið Níels árni lund og samstarfsfólk hans í Kvikmyndaeftirlitinu. Þá
119 Sjón, „Blóð bunar, viðbjóður vellur og hausar fjúka“, bls. 16.