Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 156
„TvEGGJa Hæða HÚS Á BESTa STað Í BænUM“
155
Eins og Egill Eðvarðsson sagði sjálfur þá: „átti að sýna tilvitnun í trúarlega
fundi, en tækin stöðvuðust og kvikmyndin datt út, en hljóðið hélt áfram.“64
Miðilsfundurinn minnir þannig á kvikmyndina sjálfa, þar eru reimleikarnir
ekki „raunverulegir“ heldur ræsir Húsið þá í hugum áhorfenda, rétt eins og
snældan gerir í tilfelli gesta fundarins.65
Björg kippir fótunum undan föður sínum, hún er barnið sem er kyndilberi
sannleikans og sem slík tvíeggjað sverð. Í framhaldi af blaðaumfjölluninni
um svikin bindur faðir Bjargar enda á líf sitt á jólunum, í viðurvist barnsins
sem fallinu olli. Þá má ekki gleyma því að Björg býr yfir fremur þungbærri
64 „Mynd tilfinninga en ekki hesta og fjalla“, Morgunblaðið, 12. mars 1983, bls. 24.
65 Rétt er að geta þess að kvikmyndamiðillinn sækir ýmislegt til spíritismans, sem kom
fram á sjónarasviðið um miðja 19. öld. Hann byggði á því að miðlar væru gæddir þeim
eiginleikum að geta komið á tengslum við handanheima. Hreyfing spíritista varð mjög
útbreidd á skömmum tíma og ýmsum þótti nóg um. andspyrnan birtist helst í að menn
reyndu (og tókst sennilega oftar en ekki) að fletta ofan af miðlunum og upplýsa hvaða
bellibrögðum var beitt til að framkalla draugagang. Frægir einstaklingar tóku jafnvel
að koma upp um heimatilbúna reimleika á sérstökum sýningum, sem urðu geysivin-
sælar, ekki síður en sjálfir miðilsfundirnir. Þetta voru svokallaðar miðilsafhjúpanir (e.
spiritualist exposés). Sjá t.d. natale Simone, „Spiritualism Exposed. Scepticism, Credu-
lity and Spectatorship in End-of-the-Century america“, European Journal of American
Culture 29: 2/2010, bls. 133–144. Þær hafa verið taldar leggja ýmislegt til reimleika-
húsakvikmyndahefðarinnar. Harry Houdini var einn af þekktustu miðlabönum tíma-
bilsins, en hann kunni einnig að búa til spennandi sýningar. Hann gerði sér grein fyrir,
ásamt samverkamönnum sínum, að afhjúpunin kallaði á sjónarspil. vísir að sjónhverf-
ingunum sem urðu til á þessum sýningum er greinanlegur í kvikmyndum Georges
Méliès og George albert Smith frá upphafi 20. aldar. Eins og í afhjúpununum fyrr
birta kvikmyndirnar vofur sem eru ekki til. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir ímynd-
unarafli áhorfenda. Þetta er rými þar sem fram fer sjónarspil sem helgast af svikum og
prettum. Það birtir reimleika sem afsprengi hugaróra og ranghugmynda. Sjá, Simone
natale, „Specters of the Mind. Ghosts, illusion, and Exposeur in Paul Leni’s The Cat
and the Canary“, Cinematic Ghosts. Haunting and Spectrality from Silent Cinema to the
Digital Era, new York: Bloomsbury, 2015, bls. 59–77, sérstaklega bls. 63–65. Bene-
dikt Hjartarson hefur skrifað um tengsl kvikmyndalistarinnar, dulspeki og kvikmyndir,
til dæmis í greininni „Svipmyndir að handan. Um miðla, fagurfræði og launhelgar
nútímans“ þar sem hann ræðir meðal annars tilraunakvikmyndir þýska listamannsins
Hans Richters, einkum verkið Vormittagsspuk eða Reimleikar að morgni frá 1928, sem
dæmi um það þegar „unnið er með hefð spíritískrar miðilsstarfsemi og möguleika
hins nýja tæknimiðils á þann hátt að örðugt reynist að greina á milli rafrænnar og
holdlegrar miðilsstarfsemi.“ Benedikt Hjartarson, „Svipmyndir að handan. Um miðla,
fagurfræði og launhelgar nútímans“, Ritið 2/2017, bls. 41–81, hér bls. 44. Benedikt
ræðir einnig um tengsl miðla og tækninnar, en hann segir: „Hlutverk miðilsins var að
fanga fyrirbæri sem voru á sveimi í þráðlausri vídd ljósvakans eða „etersins“ og honum
var ætlað að þjóna sem einskonar „andlegur ritsími“ eða „viðtæki“. Fjarskiptarásirnar á
milli ólíkra vídda lágu jafnt um miðla af holdi og blóði og rafræna miðla, sem gegndu
lykilhlutverki fyrir hljóð- og myndbirtingar handanheimsins.“ Sama heimild, bls. 72.