Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 245
HJALTI HugASOn
244
ingum — gjarna neikvæðum — á öldunum eftir siðaskipti en reikna ekki
með margháttuðum afleiðingum þess að einmitt á sama tíma þróuðust hin
miðstýrðu játningaríki víðs vegar um álfuna, þar á meðal í Danmörku og
hér á landi. Breytti þá litlu hvort þau voru reist á lútherskum, reformertum,
anglíkönskum eða rómversk-kaþólskum játningagrunni. Þróun miðstýrða
játningaríkisins er einmitt líkleg til að hafa valdið ýmsu sem fylgjendur Alda-
söngs-syndrómsins eigna lúthersku siðbótinni.
Veikleikar kirkjulega viðhorfsins felast aftur á móti ekki síst í að fylgj-
endur þess hafa ekki skýrt á fullnægjandi hátt hvernig á því stendur að öldum
saman ríkti hér samfélagsskipan valdsstéttanna þriggja, veraldlegra valds-
manna, presta og húsbænda, þar sem jöfnuði, frelsi og þátttökurétti alþýðu í
opinberum málum var mjög þröngur stakkur sniðinn. Þá hafa þeir ekki sýnt
fram á með hvaða rökum lýðræðisleg velferðarsamfélög geti talist skilgreind
afkvæmi lúthersku siðbótarinnar — eins og þeir halda gjarna fram — þrátt
fyrir að þau komu ekki til sögunnar fyrr en eftir að hinu lútherska tímabili
var í raun lokið með afnámi játningaríkisins. Í því sambandi horfa þeir fram-
hjá stórfelldum samfélagsbreytingum sem erlendis komu m.a. fram í þétt-
býlismyndun og iðnbyltingu, sem og margháttuðum hugmyndastraumum á
borð við líberalisma og sósíalisma á 19. og 20. öld sem eru mun líklegri en
siðbótarguðfræði 16. aldarinnar til að hafa lagt grunninn að samfélagsskipan
lýðræðis, jöfnuðar og velferðar. — Það virðist í raun vera vandleyst fræði-
legt viðfangsefni á hvern hátt einstakar guðfræðilegar hugmyndir Lúthers,
t.a.m. um almennan prestdóm, geti með marktæku móti talist forsenda þess
að loks komst á lýðræðisleg samfélagsskipan einkum á 20. öld jafnvel án þess
að þessar hugmyndir hefðu haft veruleg áhrif til lýðræðisvæðingar innan
lúthersku kirkjunnar sjálfrar.
Æskilegt virðist að finna frjótt jafnvægi milli neikvæðrar afstöðu Alda-
söngs-syndrómsins og yfirdrifinnar jákvæðni hins kirkjulega viðhorfs. Fær
leið til þess virðist að ákvarða með skýrari hætti en gert hefur verið hvaða
skilyrðum þurfi að vera fullnægt til að hægt sé að slá því föstu hvenær mögu-
legt sé að ræða um lúthersk áhrif eða áhrif siðbótarinnar og hvenær ekki.
Hér hefur verið gerð tilraun til þess með því að leitast við að greina hvort
siðbótin geti talist nauðsynleg forsenda breytinga og/eða nýjunga eða hvort
líklegra sé að svo sé ekki. Í tilviki Aldasöngs-syndrómsins er líka mikilvægt
að vega inn fleiri breytingar á árnýöld en siðbótina eina þegar grafist skal
fyrir um áhrif hennar. Er þar ekki síst átt við þróun hins miðstýrða ríkis-
valds eins og þráfaldlega hefur verið klifað á hér. Þá er einnig mikilvægt að
gera sér grein fyrir að sitt er hvað siðbót, siðaskipti og siðbreyting. Í tveimur