Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 80
„TAuMlAuST BlóðBAð áN liSTRæNS TilgANgS“
79
sé ráðinn „sérfræðingur til að stöðva [þann] ófögnuð“ sem blasir við í bíó-
sölum borgarinnar, og að viðkomandi sérfræðingur „hafi kvikmyndaeftir-
litið að aðalstarfi, fullu starfi, vel launuðu“.31 Nú var eftirlitsmaður starfandi
hjá Kvikmyndaeftirlitinu þegar þessi orð voru rituð, Aðalbjörg Sigurðar-
dóttir, og hafði hún gegnt hlutverkinu allt frá stofnun þess og átti eftir að
gera enn um hríð. ólíklegt verður að teljast að Högna hafi verið ókunnugt
um Aðalheiði, orð hans bera heldur með sér vantraust í hennar garð, líkt og
kall hans eftir sérfræðingi gefur til kynna.32 Hugmyndin um að seta í Kvik-
myndaeftirlitinu kalli á „sérfræðing“ eða sérfræðikunnáttu er hins vegar for-
vitnileg í ljósi þess hversu áberandi deiluefni þetta atriði átti einmitt eftir að
verða á níunda áratugnum – og í raun árin þar á eftir eða allt þar til látið var
af formlegu eftirliti með kvikmyndum. Tókust þar á þau sjónarmið annars
vegar að eðlilegt væri að Kvikmyndaeftirlitið væri skipað einstaklingum með
sérþekkingu á félagsvísindum, æskulýðsstarfi og hefðu reynslu í uppeldis- og
menntunarstörfum, og svo hins vegar krafa um að nefndarmeðlimir hefðu
til að bera sérþekkingu á kvikmyndum, listum og menningu. Fyrrnefnda
viðhorfið varð ávallt ofan á við skipanir í Kvikmyndaeftirlitið, en hugsan-
lega má segja að það hafi jafnframt átt eftir að leiða til ákveðinna skakka-
falla þegar að því kom að réttlæta starfsemina og tilvist sjálfs bannlistans.
ákvarðanir um ritskoðun og bann urðu samkvæmt lögum að taka hliðsjón af
listrænu gildi viðkomandi kvikmyndar. Þegar spjótin beindust hvað mest að
Kvikmyndaeftirlitinu í opinberri umræðu var það oftar en ekki einmitt þetta
tiltekna atriði – listagildið – sem rætt var um.
Eins og áður segir voru það barnaverndarsjónarmið sem afmörkuðu verk-
svið Kvikmyndaeftirlitsins og hafði það hvorki lagaheimildir til að banna
31 Sama heimild, bls. 135.
32 Aðalbjörg sat í borgarstjórn tvö tímabil og var formaður nefndarinnar sem samdi
barnaverndarlögin 1932. jafnvel þótt litið sé framhjá tveggja áratuga reynslu hennar
við matsstörf þegar Högni ritar sína grein verður að teljast nokkuð vafamál hvort
hæfari „sérfræðingur“ í eftirlitið hafi verið auðfundinn á Íslandi á þessum tíma. og
þótt ekki sé víst að nokkur ástæða hafi verið til að gera matsmannsstarfið að „fullu
starfi“ á þessum tíma, eins og Högni leggur til – sjálf segist Aðalbjörg hafa gegnt
starfinu milli kl. 14 og 17 á virkum dögum, og það hafi meira en dugað í ljósi þess
að ekki svo ýkja margar myndir hafi verið sýndar í kvikmyndahúsum borgarinnar
– hefði Aðalbjörg sennilega þegið launahækkun með glöðu geði, líkt og Högni
leggur til. Fram kemur í viðtali við Aðalbjörgu að fyrstu árin hafi hún fengið fimm
krónur greiddar fyrir hverja mynd sem hún mat en svo hefði þóknunin að lokum
tekið að hækka og var á sjöunda áratugnum komið upp í 100 krónur á mynd, sem
hún benti á að það „væri ekki einu sinni Dagsbrúnarkaup“. „gÞE“, „Eftirlit á að
vera með innflutningi kvikmynda“, Tíminn, 15. janúar 1967, bls. 9 og 14, hér bls. 9.