Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 261
XINYU ZHANG
260
Með þessum metafrásagnarlegu athugasemdum (e. metanarrative comment)40
dregur sögumaður athygli lesenda frá söguþræðinum að sjálfri tilveru hans
og frásagnarathöfn hans. Fyrstu-persónu-eintölu-sögumaður ávarpar einn-
ig lesendur beint eins og oft er gert í sjálfsmeðvituðum skáldsögum,41 og
hann talar í anda munnlegrar frásagnar fremur en fræðilegs stofnanastíls:
„Já, hlustið nú!“ (51 og 313); „Eins og þið heyrið þá get ég ekki alveg sagt
skilið við séra Jón. Sögur eru aldrei búnar þó að þeim ljúki [...]“ (238).
Vert er þó að nefna að sögumaður í Hundadögum fæst meðal annars við
að skrá niður sögur þeirra Jörgens, séra Jóns og fleiri persóna upp úr heim-
ildum.42 Þetta minnir á aðferð sagnfræðinga við söguritun – þeir fletta líka
upp í ýmsum heimildum eins og sögumaður gerir, en þeir afhjúpa þá aðferð
frekar lítið opinberlega og fela sig gjarnan á bak við þriðju-persónu-frásagn-
arrödd og skrifa í fræðilegum stíl. En þegar sögumaður Hundadaga finnur til
að mynda frásagnir um afstöðu móður Jörgens til sonar síns í sjálfsævisögu
H. C. Andersens og endursegir þær með sínum eigin orðum, þá segir hann
í framhaldinu: „Við missum af frekari sögum af þeim málum því að strax á
eftir er H. C. Andersen farinn að tala um sjálfan sig og hvað móður Jörgens
þótti hann efni í gott skáld“ (54).
Með slíkum metafrásögnum tjáir fyrstu-persónu-sögumaður Hundadaga
opinberlega þau takmörk sem blasa við honum í heimildavinnu og minnir á
40 Hugtakið metanarration eða metanarrative felst í því að sögumaður fjallar opinskátt
um frásagnarorðræðu eða frásagnarathöfn sína, en greinarmunur verður gerður á
metafiction og metanarration, því að fyrrnefnda hugtakið snýst meira um hið skáld-
aða eða hugsmíðaða eðli frásagnarorðræðunnar og sögumannsins – en þetta tvennt
getur auðvitað unnið saman. Sjá Ansgar Nünning, „On Metanarrative: Towards a
Definition, a Typology and an Outline of the Functions of Metanarrative Com-
mentary“, The Dynamics of Narrative Form: Studies in Anglo-American Narratology,
ritstj. John Pier, Berlín og New York: Walter de Gruyter, 2004, bls. 11–57.
41 Brian Stonehill, The Self-Conscious Novel: Artifice in Fiction from Joyce to Pynchon,
Pennsylvania: University of Pennsylvania Press, 1988, bls. 30, sjá Jón Karl Helga-
son, „Þú talar eins og bók, drengur“, bls. 102. Hér má líka nefna að Einar Már Guð-
mundsson lætur sögumann oft tala beint til lesenda í verkum sínum, t.d. strax í sinni
fyrstu skáldsögu Riddurum hringstigans, Reykjavík: Mál og menning, 1999 [1982],
bls. 19: „Þú hlýtur að skilja mig, lesandi góður, þegar ég byrja að pæla í því hvernig
ég geti klekkt á afmælisbarninu.“ Einskonar munnleg samræðukennd verður þannig
til.
42 Sjá t.d. síðustu setninguna í síðasta kafla skáldsögunnar: „Nú sér hann [Finnur
Magnússon] aftur móta fyrir prestinum, séra Jóni Steingrímssyni, sem stuttu síðar
kom gangandi með kraftaverk á herðunum, kraftaverk sem enginn sá af því að þann-
ig er saga okkar, kraftaverk sem enginn sér“ (341) – enginn hefur séð þau kraftaverk,
en þau eru skráð í heimildum. Það sem Einar Már Guðmundsson lætur sögumann
sinn gera er einmitt að segja frá þeim upp úr ýmsum heimildum.