Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 64
uppHAF KViKmYNDAALDAR á ÍSLANDi
63
Lind fann húsnæði við Aðalstræti 8 í Fjalakettinum, sama sal og hafði
hýst Breiðfjörðsleikhúsið fram að því.80 Huga þurfti að salnum og breyta og
til þess réði Lind til sín ungan Dana, peter petersen, til að bólstra sæti. pet-
ersen hafði komið til Íslands árið áður til að vinna á ljósmyndastofu péturs
Brynjólfssonar en hætti þar vegna launamála. Þegar Lind komst að því að
petersen hafði reynslu af ljósmyndun var hann ráðinn sem sýningarstjóri og
ári síðar, þegar Lind þurfti frá að hverfa, var petersen settur forstjóri bíós-
ins.81 Lind hafði augljóslega góðan bakhjarl í Warburg og nægilegt fé til að
leigja salinn, breyta honum og ráða starfskraft án þess að vera með nokkrar
tekjur. Þá vissi hann hvernig beita átti auglýsingum til að skapa eftirvænt-
ingu. Í rúmar þrjár vikur fyrir opnun kvikmyndahússins birtust auglýsingar
í dagblöðum um að Reykjavíkur Biograftheater myndi hefja sýningar eftir
að búið væri að endurbæta húsakynnin.82 Þann 2. nóvember 1906 hóf svo
fyrsta kvikmyndahús borgarinnar starfsemi með spennandi prógrammi,
meðal annars Þingmannaförinni (Islands Altings besøg i København, peter El-
felt, 1906) þar sem áhorfendur gátu gert sér að leik að þekkja íslenska þing-
menn í heimsókn þeirra til Fredensborgar.83 Í auglýsingu kvikmyndahúss-
ins daginn eftir opnunarkvöldið var því haldið fram að ,,húsfyllir [væri] við
hverja sýningu“ sem stenst væntanlega þær sannleikskröfur sem gera má til
auglýsinga, en er kannski ekkert sérstaklega tilkomumikið eftir eina sýningu.
Yfirlýsingin gefur skýra mynd af ágengum áætlunum aðstandenda bíósins
að vinna sér stöðu á íslenska markaðinum, nokkuð sem enginn hafði gert
áður. Það tókst og gott betur en það og kvikmyndahúsamenning varð til í
Reykjavík. Hið óþjála nafn kvikmyndahússins, Reykjavíkur Biograftheater,
varð fljótlega stytt í daglegu máli niður í ,,bíó“ sem hefur síðan haldist allar
götur síðan sem almennt orð yfir kvikmyndahús.
Alfred Lind kom til landsins með upptökuvél og hóf fljótlega að taka
myndir af Íslandi með aðstoð peters petersen.84 Aðeins þremur vikum eftir
80 ólafur árnason, ,,1906-1981: Gamla bíó 75 ára“, Kvikmyndir á Íslandi 75 ára – Af-
mælisrit, ritstj. Erlendur Sveinsson, Reykjavík: Gamla Bíó, Nýja bíó, Kvikmynda-
safn Íslands, 1981, bls. 19-21, bls. 19. Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi
mynda“, bls. 806.
81 Erlendur Sveinsson, ,,100 ára fæðingarafmæli Bíópetersens, brautryðjanda í kvik-
myndahúsarekstri og kvikmyndagerð á Íslandi“, Kvikmyndir á Íslandi 75 ára – Af-
mælisrit, ritstj. Erlendur Sveinsson, Reykjavík: Gamla bíó, Nýja bíó, Kvikmyndasafn
Íslands, 1981, bls. 15-17, hér bls. 15-16.
82 Dagblaðið, 09. 10. 1906, bls. 1.
83 Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi mynda“, bls. 806.
84 Alfred Lind er enn ein tenging Íslands við kvikmyndaiðnað Evrópu, en hann hóf feril
sinn í kvikmyndabransanum sem smiður áður en hann komst á bakvið vélina sem