Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 122
„TAuMlAuST BlóðBAð áN liSTRæNS TilgANgS“
121
Holocaust og The Evil Dead (Sam Raimi, 1981). Frekar má undrast að ekki séu
þær fleiri þarna, alþjóðlegu hneykslunarhellurnar. Þá vekur eindregin andúð
Kvikmyndaeftirlitsins á ítölskum handan-heimsslita dystópíum nokkra at-
hygli, myndum á borð við After the Fall of New York (Sergio Martino, 1983),
The Atlantis Interceptors (Ruggero Deodato, 1983), Exterminators of the Year
3000 (giuliano Carmineo, 1983), og The New Barbarians (Enzo g. Cas-
tellari, 1983). Engin þessara skemmtilegu en alvondu ítölsku vísindaskáld-
skaparmynda hafði unnið sér það til frægðar að vera bönnuð á hinum Norð-
urlöndunum, en við gerð íslenska bannlistans studdist Kvikmyndaeftirlitið
við bannlista frá Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, og kann svo vel að vera að
bannið á Íslandi sé það sem þessar myndir komi til með að hafa helst unnið
sér til frægðar. Ein mynd stingur kannski sérstaklega í stúf á listanum sökum
hámenningargildis ýmissa þeirra sem að henni koma, en það er sögulega
stórmyndin um vansælasta son Rómar, Caligula (Tinto Brass, 1979), en við-
vera hennar dregur kannski öðru fremur fram og ítrekar að nærri allt annað
á listanum er ýmist gert af vanefnum eða kom beint af braskbísanum.116
Það sem myndirnar á lista Kvikmyndaeftirlitsins eiga þó sameiginlegt
er að þær eru vissulega ofbeldismyndir og flestar þeirra eru hrollvekjur.
Þetta verður Sjón, þá ríflega tvítugu ljóðskáldi og gjörningalistamanni, að
umhugsunarefni í afar forvitnilegri grein í Samúel árið 1986. líkt og árna
Þórarinssyni var Sjón uppsigað við lögin frá 1983, en ólíkt árna neitar Sjón
að gangast inn á forsendurnar sem talsmenn laganna og Kvikmyndaeftirlitið
– og nær allir menningarummælendur tímabilsins – litu á sem sjálfgefnar, en
það er að ofbeldismyndirnar, þær svæsnustu í öllu falli, væru sorpmenning af
verstu tegund og fráleitt væri að ræða þær í sömu andrá og „venjulegar“ eða
„góðar“ kvikmyndir. Ef tilvistarréttur þeirra var varinn, líkt og árni gerði,
þá var það útaf prinsippinu, myndirnar sjálfar þyrfti svo að umbera. Það er
í grein Sjóns, „Blóð bunar, viðbjóður vellur og hausar fjúka“, sem þessum
sjónarmiðum er í fyrsta sinn hafnað í umræðunni um bannlistann. Sjón færir
rök fyrir því, svo vísað sé í titil greinarinnar, að bunur af blóði og fljúgandi
hausar geti verið listræn tæki, að blóðsúthellingar sé hægt að virkja af list-
fengi til að framkalla geðshræringu eða undrun í brjósti áhorfenda, og það
116 Meðal leikara í Caligula voru Malcolm McDowell, john gielgud, Peter o’Toole
og Helen Mirren, en handritið skrifaði gore Vidal. Framleiðslusaga myndarinnar
er sögufræg en hún var fjármögnuð af karlatímaritinu Penthouse. Eigandi þess og
aðalframleiðandi myndarinnar, Bob guccione, bætti klámsenum inn í myndina á
eftirframleiðslustiginu, að hinum mörgu frægu leikurum forspurðum, og olli það
óánægju.