Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 175
BjöRN ÞóR VIlHjÁlmSSoN oG KjARTAN mÁR ómARSSoN
174
Ennfremur má spyrja hvaða aðferðir skuli nota við túlkun kvikmynda-
sögunnar og þróun í kvikmyndagerð svo hægt sé að tryggja að framkoma
frásagnarmyndarinnar „í nútímalegum skilningi“ fari ekki framhjá þeim sem
eru að skima eftir henni. Hver eru eigindi þessa viðburðar, og hvaða viðmið
og kröfur liggja hugmyndinni um „nútímalega frásagnarmynd“ til grund-
vallar? Þá er einnig gagnlegt að hafa ákveðna fyrirvara um þann hefðbundna
skilning sem lagður hefur verið í tímabilið fyrir tilkomu nútímalegu frásagn-
armyndarinnar, það er að segja, hvort það geti ekki verið varasamt að stilla
upp kvikmyndagerð fyrstu tíu áranna, svo dæmi sé tekið, á máta sem smættar
hana í vísbendingu um það sem koma skal og frumstæða birtingarmynd ein-
hvers sem síðar var fullkomnað? Ef notast mætti við líkingu úr náttúrufræði
væri hægt að segja að innan slíks túlkunarramma eigi árbíóið á hættu að vera
stillt upp sem snemmbúnum og vanþroskuðum hluta af þróunarferli hvurs
ferill stefnir að einhverju mun mikilfenglegra; hryggleysingi sem skilinn er
eftir í sjónum til að fylgjast með öpunum axla ábyrgð sína í trjánum og hefj-
ast handa við hið fyrirliggjandi darwiníska verkefni.
Grein Toms Gunnings um hrifmagn og fagurfræði sjónarspilsins reynd-
ist mikilvægt inngrip í þessa umræðu og hefur haft gagnger áhrif á hvernig
fagurfræði og merkingarmiðlun árbíósins er skilin og sett í menningarlegt
samhengi í kvikmyndafræðum samtímans. Þá er full ástæða til að vona að
fræðilegur túlkunarrammi og nálgun Gunnings eigi eftir að verða íslenskum
kvikmyndafræðingum gagnlegt veganesti í rannsóknum sínum á íslenska ár-
bíóinu.
Þjóðarbíóið er ekki síður snúið hugtak, en þar er um þýðingu á enska
hugtakinu „national cinema“ að ræða. ólíkt árbíóinu er ekki um tímabundið
hugtak að ræða í kvikmyndasögunni, enda þótt hugtakið sé vissulega sögu-
legt og sögulega mótað. Það sem hugtökin eiga hins vegar sameiginlegt eru
hin fljótandi mörk sem einkenna þau bæði. líkt og tímarammi árbíósins er
nokkuð á reiki má spyrja hvaða landfræðipólitísku rými hýsi þjóðarbíóið?
Ekki er nóg með að kvikmyndagerð sé fjárfrek heldur eru afurðirnar einnig
afar útsæknar. Rökvísi kvikmyndaiðnaðarins hvetur ekki bara til heldur krefst
útflutnings, enda kannski ekkert eðlilegra í ljósi þess að í mörgum tilvikum
kemur lungi fjármögnunarinnar að utan og jafnvel hluti af tæknifólkinu og
frásagnarvæðingar kvikmyndanna. Varðandi sögulega millibilsástandið er gagnlegt
að benda á greinasafnið American Cinema’s Transitional Era: Audiences, Institutions,
Practices, ritstj. Charlie Keil og Shelly Stam, oakland: University of California
Press, 2004, sem og Charlie Keil, Early American Cinema in Transition: Story, Style,
and Filmmaking, 1907-1913, madison: University of Wisconsin Press, 2002.