Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 212
ÁHRIF SIðBóTARInnAR Á ÍSLAnDI
211
siðaskiptum hafi Íslendingar og aðrar norðurlandaþjóðir einangrast frá evr-
ópskri samtímamenningu og orðið að „[…] skrýtilegri saxneskri afdalaþjóð
um aldur og ævi“.6 Þetta viðhorf hefur því tengt siðbótina við afmenningar-
þróun.7 Á grundvelli þess hafa svo verið settar fram hrun-kenningar af ýmsu
tagi.8
Það túlkunarviðhorf sem hér er kallað kirkjulegt felur í sér hliðstæða
alhæfingu og fram kemur í Aldasöngs-syndróminu en undir gagnstæðum
formerkjum. En fylgjendur þess hallast oft að því að rekja megi flesta já-
kvæða þætti nútímavæðingar til áhrifa siðbótarinnar. Er þar m.a. átt við lýð-
ræðis- og þátttökusamfélög Vesturlanda og þá ekki síst norrænu velferðar-
samfélögin.9 Hér verður þess freistað að takast á við báðar þessar alhæfingar
og draga upp fíngerðari mynd af áhrifum Lúthers og siðbótar hans.
Í grein sem birtist í síðasta hefti Ritsins var leitast við að greina helstu áhrif
siðbótarinnar á Íslandi á sviði kirkjumála og trúariðkunar í ljósi fyrrgreindra
túlkunarviðhorfa.10 Í þessari grein verður þeirri athugun fram haldið en nú
grafist fyrir um áhrifin á sviði menningar og samfélags hér á landi. Áréttað
skal að með siðbót er hér fyrst og fremst átt við kirkjugagnrýni Lúthers og
eftir atvikum annarra siðbótarmanna á 16. öld sem og það umbótastarf sem
hún hafði í för með sér. um þau trúar- og kirkjupólitísku hvörf sem víða
urðu í kjölfarið og þá langvarandi menningarlegu þróun sem leiddi til að
þjóðlífið tók að mótast af hugmyndum siðbótarmanna verða viðhöfð önnur
I, Reykjavík: Helgafell, 1964, bls. 7, 8. Benda má á að eftir að Marteinn sagði af
sér embætti 1556 lagði hann áfram einhverja stund á málaralist og skreytti kirkjuna
á Álftanesi á Mýrum eins og enn sást á síðari hluta 17. aldar. Páll Eggert óla-
son, Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi II, Reykjavík: Bókaverslun guðm.
gamalíelssonar, 1922, bls. 457.
6 Halldór Laxness, „Skírteini í bændafélagi“, Skáldatími, 2. útg. Reykjavík: Vaka-
Helgafell, 1991, bls. 7–19, hér bls. 8.
7 Sjá gunnar Karlsson, „Ritdómur: Áhrif Lúthers: Siðaskipti, samfélag og menning í
500 ár“, Saga LVI: 1/2018, bls. 213–217, hér bls. 214–215.
8 Sú hrun-kenning sem helst hefur verið tekist á um upp á síðkastið lýtur að því hvort
hrun hafi orðið á sviði fátækraframfærslu við lokun íslensku klaustranna (sjá síðar).
Dæmi um hana má sjá í Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „nokkrar umþenkingar um
kirkjuordinansíu Kristjáns III.“, Saga biskupsstólanna: Skálholt 950 ára — 2006 —
Hólar 900 ára, aðalritstj. gunnar Kristjánsson, án útgst.: Bókaútgáfan Hólar, 2006,
bls. 517–545, hér bls. 545.
9 Þetta sjónarmið kom t.a.m. fram í riti eftir Karl Sigurbjörnsson biskup sem
útgáfufélag þjóðkirkjunnar gaf út á Lúthers-árinu: Karl Sigurbjörnsson, Lúther: Ævi
— áhrif — arfleifð, [Reykjavík]: Skálholtsútgáfan, [2017]. Sjá og fyrri grein.
10 Hjalti Hugason, „Áhrif siðbótarinnar á Íslandi: Tilraun til jafnvægisstillingar: Fyrri
grein“, Ritið 1/2019, bls. 255–288.