Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 82
„TAuMlAuST BlóðBAð áN liSTRæNS TilgANgS“
81
til að fá myndina samþykkta. Allt bendir þetta til þess að valdsvið eftirlits-
ins hafi í reynd verið mun yfirgripsmeira en opinberlega var viðurkennt, og
áhrif þess mun víðtækari en gjarnan hefur verið álitið.36
Þegar vöngum var velt um hvort klippa ætti atriði úr bíómyndum þarf
ekki að koma á óvart að gjarnan hafi það verið metið sem svo að ákjósanlegra
væri fyrir kvikmyndahúsin að sýna fremur klippta útgáfu af kvikmynd en
falla alfarið frá sýningum á henni. Þá gat hent að myndinni fylgdu æsilegar
skírskotanir sem hægt var að auglýsa, meðan um klippingarnar var þagað.
Kristín Svava nefnir að vísu líka að kvikmyndahúsaeigendur hafi stundum
gengið býsna langt í þessari sjálfsritskoðun, jafnvel langt umfram mögulegar
„óskir“ Kvikmyndaeftirlitsins, og hafi markmiðið þá verið að hnika aldurs-
takmörkunum niður á við í von um stærri áhorfendahóp. Kristín Svava
nefnir forvitnilegt dæmi um þetta en það er að mikilvægar en ofbeldisfullar
orrustur voru klipptar úr sígildri mynd Davids leans, Lawrence of Arabia
(1962), svo að ákvarðað aldursmark yrði tólf ár, frekar en sextán.37
Eftir standa nokkur forvitnileg atriði. Í ljósi lögformlega skilgreinds
verksviðs Kvikmyndaeftirlitsins hljóta spurningar að vakna um óformlegt
ráðgjafahlutverk þess við klippingar á kvikmyndum, en meginspurningin
lýtur að þeim viðmiðum sem þessir aðilar – lögreglan, eftirlitið og bíóin –
byggðu mat sitt og viðbrögð á. Þótt ætla megi að komið hafi fyrir að hægt
væri að hafa 210. grein íslenskra hegningarlaga frá 1940, sem bannar dreif-
ingu á klámi, til hliðsjónar um hvers konar myndefni væri hættulegt andlegri
velsæld fullorðins fólks, hlýtur sýningarhæfi mynda jafnoft eða oftar hafa
verið dregið í efa sökum ofbeldis eða hroðaverka. Í slíkum tilvikum má ætla
að í besta falli hafi verið hægt að styðjast við áðurnefnda lögreglusamþykkt
og ákvæði hennar um efni sem „brýtur í bága við reglu eða velsæmi“ og
„skaðlegar eða spillandi“ kvikmyndir.38 Enda þótt ógerlegt sé að meta með
nokkurri vissu hversu oft fallið var hljóðlega frá kvikmyndasýningum í kjöl-
far samráðsfunda eftirlitsaðila, bíóstjóra og löggæslumanna, virðist einsýnt
að kvikmyndir hafi verið bannaðar á Íslandi langt fram eftir öldinni í krafti
óljóst orðaðrar samþykktar frá 1919, án þess að um það væri fjallað opin-
berlega svo nokkru nemi. Sú hugsun gæti auðveldlega hvarflað að þeim sem
36 Sama heimild, bls. 147–149. Kristín bendir á að sýningarsaga klipptra mynda á Ís-
landi sé þó enn flóknari en sem þessu nemur, þar sem stundum hafi þegar verið búið
að klippa filmuspólurnar sem bárust hingað til lands.
37 Sama heimild, bls. 149.
38 Alþingistíðindi 1929, A, bls. 658, Althingi.is, sótt 1. júlí 2019 af https://www.althingi.
is/altext/althingistidindi/l041/041_thing_1929_A_thingskjol.pdf.