Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 151
SiGRÚn MaRGRéT GUðMUndSdóTTiR
150
ásækir húsið og Björgu – án þess að hún viti það – og því sem raunverulega
bindur hana húsinu.
Ljóstrað upp um leyndarmálið
Sögur af reimleikahúsum eiga sér nánast alltaf það sem Stephen King kallar
í bókinni Danse Macabre yfirnáttúrulegan uppruna (e. supernatural prove
nance). Það er að segja; hryllilegur atburður í fortíð hússins breytir því í
svokallaðan vondan stað (e. bad place).49 Í kjölfarið verður nánast ómögulegt
að búa í þessum húsum, að minnsta kosti finna íbúar þeirra litla hugarró
innan veggja heimilisins.50 Kvikmyndafræðingurinn Carol Clover talar um
að hryllingshús slægjunnar séu skelfilegir staðir (e. terrible places) þar sem
fórnarlömb bíða þess sem koma skal. Þau mæta hryllingnum innandyra og
ógnin er ekki síst fólgin í því að húsið sem hefði átt að veita öruggt skjól er
nú orðið vettvangur ógnar og ótta. Í kvikmynd eftir kvikmynd ráfa granda-
laus fórnarlömb inn í slík hús þar sem þau öðlast smám saman skilning á
þeim ódæðum fortíðarinnar sem þar áttu sér stað.51 Þó að kvikmynd Egils sé
vitaskuld fjarri því að vera slægja er óhugnaður hússins fólginn í fortíðinni
sem Björg flettir smátt og smátt ofan af.
Hryllileiki reimleikahússins tengist oftast ódæðum sem fjölskyldumeð-
limir gera hverjum öðrum. Enda hefur orðið hús löngum haft tvær merk-
ingar í bókmenntum, eins og rekja má að minnsta kosti aftur til Biblíunn-
ar samanber hvernig talað er um að Jósep sé „af húsi davíðs“52 og í einu
Stjórnarhandriti – svo vísað sé til íslenskra fornrita – segir „hús eða hyski
Ezre“53. Bókmenntafræðingurinn ann Williams hefur rætt um þessa tvö-
49 Stephen King, Danse Macabre [mobi], bls. 296.
50 King byggir Overlook hótelið í skáldsögunni The Shining t.d. á þessari hugmynd,
það er svo gegnsýrt af hryllilegum atburðum í fortíðinni, misnotkun, morðum og
sjálfsvígum, að Torrance-fjölskyldunni er ekki vært þar. Einnig má nefna Marsten-
húsið í skáldsögunni Salems Lot eftir Stephen King þar sem morðinginn Hubie Mar-
sten myrti eiginkonu sína og svipti sig svo lífi. Þessi dæmi verða látin nægja, enda
reimleikahúsin sem samræmast þessari skilgreiningu Kings í bókmenntum og kvik-
myndum æði mörg.
51 Carol Clover, „Karlar, konur og keðjusagir. Kyngervi í nútíma hryllingsmyndum“,
þýð. Úlfhildur dagsdóttir, Áfangar í kvikmyndafræðum, ritstj. Guðni Elísson,
Reykjavík: Forlagið 2003, bls. 357–394, sjá sérstaklega bls. 365–366. Fjölskyldu-
sagan er líka greypt í skelfileg hús slægjunnar eins og Clover nefnir, það má t.d. sjá í
kvikmyndunum Psycho (alfred Hitchcock, 1960) og Texas Chain Saw Massacre (Tobe
Hooper, 1974).
52 Lúk. 1: 117.
53 aM 228 fol. Sótt 6. ágúst 2019 af https://onp.ku.dk/onp/onp.php?c292068.