Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 285
DAvÍð G. KRISTInSSOn
284
„Enginn tók lengur strætó“, fullyrðir skáldið.33 Lesandinn veit ekki hvort
það grundvallar þessa athugun á eigin strætóferðum, frásögnum annarra
strætisvagnanotenda eða upplýsingum úr fjölmiðlum. Einar Már virðist ekki
jafn bundinn mótsagnarlögmálinu og meðlimir háskólasamfélagsins því að
síðar í bókinni gerir hann réttilega eftirfarandi athugasemd: „Góðærið var
ekkert hjá öllum.“34 Kæmu báðar staðhæfingarnar fyrir í einum og sama
fræðitextanum bæði ritrýnir höfundinn væntanlega um að endurskoða það
sem í fljótu bragði stangast á, þ.e. ef góðærið var ekki hjá öllum, hví hættu þá
allir að taka strætó? Á hinn bóginn gæti skáldinu, sem eitt síns liðs skrifaði
rösklega bók um hrunið, þótt fræðileg umfjöllun um strætisvagnanotkun
fyrir og eftir hrun nokkuð töfrasnauð og furðað sig á því að fjóra höfunda
þurfi til að skrifa átta blaðsíðna fræðigrein um samgönguhegðun Reykja-
víkurbúa á tímum efnahagskreppu, þ.e. ekki aðeins nemandann sem gerði
meistaraprófsrannsókn árið 2009, m.a. á ferðavenjum höfuðborgarbúa,
heldur eru einnig leiðbeinendur hennar tveir prófessorar við Umhverfis-
og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, auk prófessors við bandarískan
háskóla skrifaðir fyrir greininni. Hefði hún birst áður en Einar Már lauk
við Hvítu bókina hefði hann hér m.a. getað lesið sér til um að samkvæmt
ferðavenjukönnun Gallup árið 2002 voru strætófarþegar 4% af heildarhlut-
falli bifreiðafarþega á höfuðborgarsvæðinu.35 Það er undir hælinn lagt hvort
þekking skáldsins á slíkum rannsóknum háskólasamfélagsins á strætóferðum
Reykjavíkurbúa hefði dregið úr skáldlegri lýsingu þess á strætisvagnanotkun
fyrir hrun, enda sæmir setningin – „Enginn tók lengur strætó“ – fremur
höfundi sem gengið hefur skáldskapargyðjunni á hönd en tölfræðigreiningar
akademíunnar. Fullyrðingin er að vísu röng þar eð notkun strætisvagna á
höfuðborgarsvæðinu jókst jafnt og þétt frá því að talning hófst árið 2005 og
minnkaði síðan tímabundið eftir hrun. Einar Már hefði ekki þurft að grípa
til fræðilegra greininga til að komast að þessu enda telur Strætó bs. innstig
í vagna sína og íslenskir fjölmiðlar birtu reglulega fréttir af árlegri fjölgun
fargesta.
Er þessi smávægilega staðhæfing sú eina í Hvítu bókinni sem stæðist ekki
nánari skoðun háskólafólks? Séu þær fleiri, skiptir það þá máli? Hvert var
33 Sama rit, bls. 12.
34 Sama rit, bls. 61.
35 Guðmundur F. Úlfarsson, Anne Steinbrenner, Trausti valsson og Sungyop Kim,
„Urban household travel behavior in a time of economic crisis. Changes in trip
making and transit importance“, Journal of Transport Geography 49/2015, bls. 68–75,
hér bls. 69.