Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 325
DAvÍð G. KRISTInSSOn
324
fólksins – lítils minnihlutahóps í níger sem ég hef rannsakað“.218 Auk þess-
arar áhugaverðu hliðstæðu kappkostar Kristín þó einkum að greina víkinga-
ímyndina fyrir hrun m.a. í orðræðu forseta Íslands, forsætisráðuneytisins,
viðskiptaráðs, forstjóra fyrirtækja, fjölmiðla og auglýsinga. En hvaða aðferð
notar mannfræðingur við greiningu á meginuppsprettu víkingaímyndar-
innar?: „Sögulega greiningu á námsbókum“.219 Þar með er ekki endilega
sagt að aðferð Kristínar sé hér sagnfræðileg en hún minnir þó neðanmáls „á
greiningu Þorgerðar H. Þorvaldsdóttur á texta 24 kennslubóka sem notaðar
hafa verið í sögukennslu“.220 Sjálf greinir Kristín „hvernig ímyndir í gömlum
námsbókum tengdust orðfæri útrásarvíkinganna“.221 Með því að draga fram
þær sögubækur sem lengst af voru áhrifamestar í grunnskólum hérlendis
rekur hún höfuðuppsprettu hugmynda þeirra sem ekki eru sérmenntaðir í
íslenskum miðaldafræðum um umrætt tímabil. Þessi uppsprettulind sam-
einar hugmyndir breiðs hóps, þ.á m. ‚útrásarvíkinga‘ og annarra kunnra Ís-
lendinga: „Orð Bjarkar [Guðmundsdóttur] eru í raun sláandi lík orðum Jóns
Aðils eða Jónasar frá Hriflu sem ber þess merki hversu sterkar og áhrifamikl-
ar þessar orðræður hafa verið, og ekki einskorðaðar við nokkra einstaklinga í
samfélaginu.“222 Með því að rekja uppruna slíkra hugmynda til áhrifamikilla
kennslubóka í Íslandssögu frá upphafi 20. aldar aðgreinir Kristín sig frá til-
raunum til að draga fram óhóflega samfellu Íslandssögunnar: „Það sem er
blekkjandi við þessar umfjallanir er að þær gefa til kynna að Íslendingar séu
beinir afkomendur þeirra sem bjuggu hér fyrir þúsund árum“.223
Hliðstæður geta verið frjóar og áhugaverðar. Rannsókn Kristínar minnir
okkur þó á að áþreifanleg orsakatengsl eru síður á milli Sturlungaaldar og
21. aldar en á milli kennslubóka sem mótað hafa miðaldasýn margra kyn-
slóða af Íslendingum frá því í upphafi 20. aldar og hugmynda sem enn lifðu
góðu lífi meðal almennings að öld liðinni.
Lokaorð
Íslenska fjármálahrunið hefur ekki nema að litlu leyti verið rannsakað þver-
eða fjölfræðilega með skipulegum hætti, t.d. með myndun teyma, en gnægð
stakra rannsókna úr ótal fræðigreinum sýnir glöggt að rýnt var í viðfangs-
218 Sama rit, bls. 135.
219 Sama rit, bls. 113.
220 Sama rit, bls. 118.
221 Sama rit, bls. 134.
222 Sama rit, bls. 130.
223 Sama rit, bls. 134.