Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 221
HJALTI HugASOn
220
breytingin hefur væntanlega verið sú að heilagramannasögur hafa horfið í
kjölfar siðaskipta að svo miklu leyti sem þær höfðu verið sagðar eða lesnar
á heimilum. Í staðinn kom fjölbreyttara sagnaefni af erlendum uppruna uns
skáldsagnaritun ruddi sér að nýju til rúms hér á 19. öld.47 Mat kirkjunnar
manna á sagnaefninu var mismunandi. Á 18. öld gætti t.d. viðleitni til að
vinna gegn „hjátrúarsögum“.48 Er þar væntanlega átt við þjóðsögur af ýmsu
tagi þó vera kunni að enn hafi eitthvað eimt eftir af kaþólsku efni. Ekki má
þó ofmeta árangurinn af baráttunni gegn þessum alþýðlegum sögnum sem
oft gegndu mikilvægu afþreyingarhlutverki.49
Á sviði kveðskapar gætti einnig mikillar samfellu. Líklegt er að rímur
hafi verið lang fyrirferðarmestar á sviði afþreyingarkveðskapar en þær komu
fram á 14. öld og héldu vinsældum langt fram á þá 20. Þær voru snar þáttur í
kvöldvökunni sem hélst allt þar til tóskapur missti gildi sitt sem höfuðgjald-
miðill heimilanna. Eftir það voru rímur kveðnar á ýmsum öðrum vettvangi
eins og einnig hafði raunar verið fyrir þann tíma. Má ætla að siðaskiptin
hafi lítil áhrif haft á vinsældir rímnanna þótt yrkisefni hafi breyst í aldanna
rás.50 Þess hefur verið getið til að rímur hafi löngum fremur verið kveðnar
af körlum en konum öfugt við sumar aðrar greinar afþreyingarkveðskapar.51
Ekki er að sjá að siðaskiptin hafi haft nokkur áhrif á efni, form eða hlutverk
rímnanna.52
Auk rímna áttu þulur miklu gengi að fagna. Þær eiga sér ævagamlan upp-
runa og héldu velli fram á 20. öld en þá sem kvæði nafngreindra höfunda.
Þulurnar höfðu oft að geyma efni fyrir börn bæði til skemmtunar og upp-
eldis. Þær tengdust auk þess bænaversum af ýmsu tagi.53
Sagnadansar sem oft eru einnig nefndir fornkvæði hafa væntanlega í upp-
hafi oftast verið kveðnir í dansi. Litlar heimildir eru þó til um slík tengsl
47 Vésteinn ólason, „Bóksögur“, Íslensk þjóðmenning VI, ritstj. Frosti F. Jóhannsson,
Reykjavík: Þjóðsaga, 1989, bls. 161–227, hér bls. 217–218, 227.
48 Jón Hnefill Aðalsteinsson, „Þjóðsögur og sagnir“, Íslensk þjóðmenning VI, ritstj.
Frosti F. Jóhannsson, Reykjavík: Þjóðsaga, 1989, bls. 228–290, hér bls. 287–290.
49 Hjalti Hugason, „Kristnir trúarhættir“, bls. 291–292. Árni Björnsson, „Hvað merkir
þjóðtrú?“, Skírnir 170: vor/1996, bls. 79–104.
50 Davíð Erlingsson, „Rímur“, Íslensk þjóðmenning VI, ritstj. Frosti F. Jóhannsson,
Reykjavík: Þjóðsaga, 1989, bls. 330–355.
51 Vésteinn ólason, „Sagnadansar“, Íslensk þjóðmenning VI, ritstj. Frosti F. Jóhannsson,
Reykjavík: Þjóðsaga, 1989, bls. 372–389, hér bls. 386.
52 Vésteinn ólason, „Kveðskapur frá síðmiðöldum“, bls. 377.
53 Ögmundur Helgason, „Þulur“, Íslensk þjóðmenning VI, ritstj. Frosti F. Jóhannsson,
Reykjavík: Þjóðsaga, 1989, bls. 401–409.