Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 270
„ÞANNIG ER SAGA OKKAR“
269
Spyrja má hvaða líkindi önnur sögumaður bendi á milli tímaskeiðanna
tveggja. Var hrunið 2008 Skaftáreldar nútímans sem eyðilögðu peninga og
eigur manna?67 Voru Bretar aftur inspired by Iceland eins og Joseph Banks
á sínum tíma (204)? Eiga kapítalismi 19. aldar og 21. aldar eitthvað sam-
eiginlegt? Var hrunið déjà vu þess sem gerðist í fortíðinni? Eða var veruleiki
hrunsins þegar innifalinn í sögunni? Tvennir sögulegir tímar kallast inn-
byrðis á með þeim allegóríska hætti sem Paul de Man skilgreinir: merk-
ingarmyndun allegóríunnar á sér stað í endurtekningu fremur en samsvörun,
í krafti þess að allegórían vísar einatt til þess sem til er á undan henni; hún
býr yfir fjarlægð frá uppruna sínum, neitar að samrýmast nokkurri sögn frá
gömlum tíma – merking allegóríunnar verður einmitt til í mismuninum á
tvennum tímaskeiðum, í misgengi tímans.68 Þannig er virkni allegóríunnar,
en þannig er líka saga okkar, sem endurtekur sig en birtist þó alltaf í öðruvísi
ham í tímanna rás. Sagan er því í vissum skilningi eins og vofa69 sem neitar
að hafa sig á brott; hún „kemur okkur alltaf í opna skjöldu“ (21), en sviptir
sífellt hulunni af sjálfri sér í endurtekningum með tilbreytingum. Og þess
vegna er þýðingarmikið að vitja sögunnar aftur og aftur og skrifa um söguna,
ígrunda tilvist hennar og þekkingu okkar á henni. Það er þá þessi boðskapur
sem Einar Már Guðmundsson vill miðla til okkar með sagnritunarsjálf-
sögunni Hundadögum: sagan skiptir býsna miklu máli og „[v]ið sem segjum
svona sögur og rifjum þær upp til að minna á hið gleymda erum því á bandi
guðs“ (39).
ventes. Perioder, vi tror er afsluttet, er ikke altid afsluttet. Det samme gælder det
dansk-islandske forhold [...].“
67 Sjá líka Einar Már Jónsson, „Örlögsímu“, Tímarit Máls og menningar 4/2016, bls.
136–139, hér bls. 139.
68 Paul de Man, „The Rhetoric of Temporality“, Blindness and Insight: Essays in the
Rhetoric of Contemporary Criticism, 2. útg., Minneapolis: University of Minnesota
Press, 1983, bls. 187–228, hér bls. 207. Á ensku segir, „the allegorical sign refer to
another sign that precedes it. The meaning constituted by the allegorical sign can
then consist only in the repetition [...] of a previous sign with which it can never coin-
cide, since it is of the essence of this previous sign to be pure anteriority. [...] alle-
gory designates primarily a distance in relation to its own origin, and, renouncing
the nostalgia and the desire to coincide, it establishes its language in the void of this
temporal difference. In so doing, it prevents the self from an illusory identification
with the non-self, which is now fully, though painfully, recognized as a non-self.“
69 Jacques Derrida, Specters of Marx: The State of the Debt, the Work of Mourning and
the New International, þýð. Peggy Kamuf, New York and London: Routledge, 1994
[1993 á frönsku]. Sbr. líka einkunnarorð Hundadaga: „History has many cunning
passages ...“ – T. S. Eliot, Gerontion.