Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 189
TOM GuNNING
188
endum upp á hrifmagnsatriði. Leikrænir tilburðir eru frásagnarlegri innlifun
yfirsterkari, áherslan er lögð á milliliðalausa örvun með undrun eða ögrun á
kostnað söguframvindu eða sköpunar söguheims. Hrifmagnsbíóið eyðir litlu
púðri í að skapa persónur með innri hvatir, eða einstaklingsbundna skap-
gerð. Það beitir bæði skálduðu og óskálduðu hrifmagni og orka þess beinist
meðvitað út til áhorfenda fremur en inn í persónubundna atburðarás, sem er
hornsteinn hins sígilda frásagnarlíkans.]
Hugtakið „hrifmagn“ er vitaskuld runnið undan rifjum hins unga Ser-
gejs Mikhajlovitsj Eisenstein og tilraun hans til þess að hafa uppi á nýju
líkani og nýrri tegund greiningar fyrir leikhúsið. Í leit sinni að „hughrifs-
einingu“ leiklistarinnar, grunnstoðum greiningar sem myndi grafa undan
hefðbundnu raunsæisleikhúsi, rataði Eisenstein á hugtakið „hrifmagn“.11
Hrifmagn sótti að áhorfandanum með „skynrænum eða sálrænum skelli“.
Eisenstein taldi að leikhúsið ætti byggja á fléttu slíkra áhrifa, sem mynduðu
tengsl við áhorfendur er væru gjörólík því algleymisástandi sem myndaðist
við „sjónblekkingar“.12 Ég hef að hluta til kosið þetta heiti til að [undirstrika]
sambandið við áhorfandann, sem þessi framúrstefnuaðferð síðari tíma sækir
í árbíóið: þ.e. eindregin sýnihvöt á kostnað gagntekningar söguheimsins.
Vitaskuld var „tilraunakennt skipulag og stærðfræðilegur útreikningur“
hrifmagns-fléttunnar sem Eisenstein kallaði eftir ekkert í líkingu við kvik-
myndir árdaganna (rétt eins og allar vísvitandi andófsaðferðir greina sig
frá alþýðlegum forverum sínum).13 Engu að síður er mikilvægt að átta sig
á samhenginu sem Eisenstein sækir hugtakið í. Líkt og nú tengdist orðið
„hrifmagn“ skemmtigörðum í þá daga, og það lýsti fyrst og fremst uppá-
haldsskemmtitæki Eisensteins og vinar hans Jútkevitsj, rússíbananum, eða
Fjöllum Ameríku, líkt og hann var kallaður í Rússlandi.14
uppruninn vegur þungt. Dálæti sögulegu framúrstefnunnar á kvik-
myndinni var að minnsta kosti að hluta til dálæti á rísandi múgmenningu
í upphafi aldarinnar, sem bauð hópi áhorfenda sem hafði ekki samið sig að
hefðbundnari listformum upp á örvun af nýju tagi. Það er mikilvægt að átta
sig á að þetta dálæti á alþýðulist er ekki aðeins athöfn í anda épater les bour-
geois. Gríðarlegur vöxtur skemmtanaiðnaðarins frá öðrum áratug tuttugustu
11 S.M. Eisenstein, „How I Became a Film Director“, Notes of a Film Director, Moskva:
Foreign Language Publishing House, e.d., bls. 9–18, hér bls. 16.
12 S.M. Eisenstein, „Montage of Attractions“, þýð. Daniel Gerould, The Drama Review
mars/1974, bls. 77–85, hér bls. 78-79.
13 Eisenstein, „Montage of Attractions“, bls. 78-79.
14 Yon Barna, Eisenstein, Bloomington: Indiana university Press, 1973, bls. 59.