Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 57
GuNNAR TómAS KRiSTóFERSSoN
56
Í inngangi að grein sinni ,,Landnám lifandi mynda: af kvikmyndum á Ís-
landi til 1930“ fjallar Eggert Þór Bernharðsson um heimsókn Hallseths og
Fernanders og viðbrögð landsmanna við henni.46 Lýsir hann ferðalagi þeirra
um landið en heimsóknin hófst laugardaginn 27. júní 1903 þegar auglýsing
birtist í Norðurlandi um að í fyrsta sinn á Íslandi yrðu haldnar myndasýn-
ingar.47 Hallseth og Fernander voru framarlega á sínu sviði og komu auga
á tækifæri sem fóru framhjá öðrum, enda mættir alla leið til Íslands, á hjara
veraldar, með sýningar sem áttu eftir að vekja mikla athygli. Auglýsing þeirra
í Norðurlandi birtist sama dag og sýningarnar voru haldnar. Enn er á huldu
af hverju þeir hófu leika á Akureyri og engar vísbendingar um komu þeirra
til landsins er að finna nema á sjálfum sýningardeginum. Í stuttri umfjöllun
blaðsins um auglýsinguna er þó talað um ferðir þeirra til Noregs, Svíþjóðar
og Finnlands og að samkvæmt umfjöllun um þá í þarlendum dagblöðum
megi mikils vænta af sýningunum. Samkvæmt sömu heimildum höfðu sýn-
ingargestir á Norðurlöndunum verið á einu máli um gæði og skemmtana-
gildi sýninganna sem þeir stóðu fyrir.
Samkvæmt umfjöllun Norðurlands voru sýningar skipulagðar í nokkra
daga, eða þangað til strandskipið Skálholt færi frá Akureyri.48 Svo fór að
fyrstu kvikmyndasýningar á Íslandi fóru fram í Góðtemplarahúsinu á
Akureyri laugardaginn 27. júní klukkan 20:00. Gríðarlegur áhugi var fyrir
sýningunum og afar vel látið af þeim, en í Norðurlandi viku síðar segir um
sýningarnar:
Þær urðu ekki nein vonbrigði. Þeir herrar Fernander og Hallseth
urðu að sýna myndirnar þrisvar á sunnudaginn og tvisvar á mánu-
dag og þriðjudag. með öðru móti ekki unt að fullnægja eftirspurn-
inni. Þrátt fyrir loftleysi og feikihita - þar sem loka varð gluggum
og dyrum til þess að gera aldimt inni - sat þar húsfyllir í hvert
sinn og skemti sér hið bezta. Ýmsir tóku það jafnvel fram, að betur
hefðu þeir ekki skemt sér á æfi sinni.49
Eftir fjóra sýningardaga á Akureyri lá leið Fernanders og Hallseths til Ísa-
fjarðar með strandskipinu Skálholti og lentu þeir þar 7. júlí. Ekki er með öllu
ljóst hversu margar sýningar þeir héldu á Ísafirði en miðað við umfjöllun
46 Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi mynda“, bls. 804.
47 Sama rit, bls. 803-804. Norðurland, 27. 06. 1903, bls. 158.
48 ,,myndasýningin“, Norðurland, 27. 06. 1903, bls. 159.
49 ,,myndasýningarnar“, Norðurland, 04. 07. 1903, bls. 163.