Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 52
uppHAF KViKmYNDAALDAR á ÍSLANDi
51
leiðir og varð paul einn umsvifamesti kvikmyndaframleiðandi Bretlandseyja
á meðan Acres hvarf af sjónarsviðinu.27
með því að vera viðstaddur þessa sýningu varð Hannes vitni að mikil-
vægum hluta breskrar kvikmyndasögu ásamt því að hefja þá íslensku. Eftir
þessa kynningu á kvikmyndamiðlinum, sem var enn ekki kominn með nafn
á íslensku, var reglulega minnst á sýningar erlendis í íslenskum fjölmiðlum
og miðillinn líklega orðinn Íslendingum að einhverju leyti kunnur, þó að-
eins í orði væri. Fleiri urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að upplifa hann í eigin
persónu á ferðalögum erlendis, eins og til dæmis ólafur Þ. Johnson, sonur
Þorláks ó. Johnson, sem hafði séð hann í Kaupmannahöfn árið 1898, og
varð innan tíðar brautryðjandi í sýningum hérlendis.28
Fyrsti kvikmyndatökumaðurinn á Íslandi
árið 1901 upplifðu Íslendingar kvikmyndagerð í fyrsta sinn þegar Hol-
lendingurinn Franz Anton Nöggerath yngri (1880-1947) kom til landsins á
haustmánuðum á vegum bresks kvikmyndafyrirtækis. Fjallað var um komu
hans til landsins í Þjóðólfi 20. september og hann sagður kominn á vegum
hins breska kvikmyndafélags Gibbons & Co. Það er þó líklega ekki rétt því
samkvæmt kvikmyndafræðingnum ivo Blom, sem hefur rannsakað störf og
ferðir Nöggeraths, starfaði hann fyrir Warwick Trading Company og kom
á þeirra vegum til landsins.29 Eggert Þór nefnir að blaðamanni Þjóðólfs hafi
27 John Barnes, ,,Robert William paul“.
28 Hjálmtýr Heiðdal, ,,Kvikmyndin 100 ára: Skemmtanir fyrir fólkið“, Lesbók Morgun-
blaðsins, 25. mars, 1995, bls. 1.
29 ivo Blom, ,,The first cameraman in iceland: Travel film and travel literature“, Picture
Perfect, ritstj. Laraine porter og Bryony Dixon, Exeter: university of Exeter press,
2007, bls. 68-81, hér bls. 69; á þessum árum voru nokkur fyrirtæki starfandi í Bret-
landi undir nafninu Gibbons & co., en ekkert þeirra virðist hafa komið nálægt kvik-
myndagerð. Hins vegar var Walter Gibbons nokkuð víðtækur í skemmtanahaldi á
Bretlandseyjum og átti og rak þónokkrar tónlistarhallir. Hann sýndi oft kvikmyndir
á skemmtunum og stóð einnig í framleiðslu á kvikmyndum, meðal annars með því
að senda menn í kvikmyndaleiðangra á fjarlægar slóðir, sjá til dæmis: Barry Anthony,
,,Sir Walter Gibbons“, Who´s Who of Victorian Cinema, ritstj. Stephen Herbert og
Luke mckernan, 2017, England, sótt 15. 11. 2018 af http://www.victorian-cinema.
net/gibbons. Hvort Nöggerath hafi verið á vegum Gibbons á landinu er ekki víst en
þann 29. ágúst 1901 birti Gibbons þó auglýsingu í The Stage þar sem leitað var eftir
kvikmyndatökumönnum. The Stage, 22. árgangur, 29. 08. 1901, bls. 22. Aftur á móti
birtust myndirnar sem Nöggerath tók á Íslandi í vörubæklingi Warwick fyrirtækis-
ins árið 1902, sjá ivo Blom, ,,The first cameraman in iceland“, bls. 75, og ,,Nýjar
myndasýningar“, Þjóðólfur, 20. 09. 1901, bls. 179.