Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 114
„TAuMlAuST BlóðBAð áN liSTRæNS TilgANgS“
113
Kæran sem lofað var 12. janúar var að sönnu lögð fram og birt í heild
í blaðinu daginn eftir. Hún var stíluð á Þórð Björnsson ríkissaksóknara og
rökstyður blaðið nauðsyn lögreglurannsóknar með því að benda á að myndin
sé víða bönnuð og svo með því að fullyrða að í henni séu framin raunveruleg
morð og nauðgun. Spólan frá ÍS–VÍDEó fylgdi með kærunni og því hnýtt
við lok kærunnar að Einar Karlsson ljósmyndari blaðsins hafi leigt hana kl.
15 þann 11. janúar og leigutíminn sé sólarhringur: „Blaðið biður saksóknara
að vera svo vinsamlegan að skila myndbandinu, sem hér fylgir með, til réttra
aðila fyrir tilsettan tíma, sjái embættið ekki ástæðu til að leggja hald á það.“99
Þjóðviljinn fylgdi kæru sinni eftir samviskusamlega, og reglulega var haft
samband við hin ólíku embætti og einstaklinga innan löggæslu- og réttar-
kerfisins til að grennslast fyrir um stöðu hennar í kerfinu. upp úr þessum
samtölum voru iðulega skrifaðar fréttir, en þótt ferð kærunnar um rangala
stjórnsýslunnar hafi ekki skilað sér í áhrifamiklu lesefni (þegar greint er frá
viðbrögðum viðmælenda er „varðist allra frétta“ nær ávallt viðkvæðið), reyn-
ast skrif Þjóðviljans á heildina litið upplýsandi um þann vanda sem yfirvöld
stóðu frammi fyrir þegar kom að viðbrögðum við ofbeldismyndunum.
Eftir að hafa farið á milli ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara sendi sá
„vídeófár“ – gefur ágæta vísbendingu um viðhorf blaðsins til hinnar nýju tækni mynd-
bandssnældunnar. Raunar virðist Þjóðviljinn almennt hafa verið óvenju vakandi fyrir
ókostum vídeótækninnar. Þannig er forvitnilegt að nokkrum dögum eftir að pistill
árna leit dagsins ljós birtist heilsíðugrein ingibjargar Haraldsdóttur, „Börnin og víd-
eófárið“, og tíu dögum síðar, á sjálfan aðfangadag, gaf að líta aðra heilsíðugrein und-
ir yfirskriftinni „Vörnum því að vídeóið taki völdin í lífi barna“. Þannig birtust þrjár
hugvekjur í blaðinu á rúmlega tveggja vikna tímabili í árslok 1982, og auðvelt væri að
finna til fleiri dæmi. Að sama skapi er mikilvægt að hafa í huga að fjölmiðlaumfjöllunin
á Íslandi litaðist öll nokkuð af tortryggni í garð „myndbandabyltingarinnar“. En eins
og átti eftir að koma í ljós með Cannibal Holocaust og ofbeldismyndamálið almennt
þá var kannski dýpra á slíkum viðhorfum á ritstjórn Þjóðviljans en öðrum fjölmiðlum.
ingibjörg Haraldsdóttir, „Börnin og vídeófárið“, Þjóðviljinn, 11–12. desember, 1982,
bls. 16; Steinunn jóhannesdóttir, „Vörnum því að vídeóið taki völdin í lífi barna“,
Þjóðviljinn, 24. desember, 1982, bls. 9. Hér er forvitnilegt að líta til ádrepu ólafs
Hauks Símonarsonar, „Vinstra vídeó“, þar sem leikskáldið gerir þetta einmitt að um-
fjöllunarefni. ólafur hefur greinina á því að benda á að það „virðist vera mikil tíska
meðal vinstri manna þessa dagana að hafa áhyggjur af myndbandamálum“, nokkuð
sem honum þykir að mestu ástæðulaust. Að lokum skorar ólafur á samferðamenn
sína í pólitík: „Verum ekki tæknifælnir vinstri menn.“ ólafur Haukur Símonarson,
„Vinstra vídeó“, Tímarit máls og menningar, 2/1982, bls. 500–501, hér bls. 500.
99 „Kæra Þjóðviljans“, Þjóðviljinn, 13. janúar 1983, bls. 11. Ekki er að sjá að gamansemi
stingi upp kollinum annars staðar í umfjöllun Þjóðviljans um Cannibal Holocaust en í
kærubréfinu, þótt ekki sé reyndar hægt að útiloka að beiðnin um myndbandsskilin
hafi verið sett fram í einlægni.