Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 321
DAvÍð G. KRISTInSSOn
320
strakt en sjálf atburðarásin. Þannig gagnrýndi t.d. vilhjálmur Árnason, eins
og fyrr er getið, skýringar aðferðafræðilegrar einstaklingshyggju og dró inn
í orsakaskýringu sína almennari og óhlutbundnari fyrirbæri á borð við þá
frjálslyndu lýðræðissýn sem ríkti fyrir hrun. Aðstoð við að skýra afmarkaðri
þætti eins og útbreidda vantrú á gagnrýnum efnahagsskýrslum sækir hann
til félagssálfræðings: „Hvatadrifin rökhugsun [e. motivated reasoning] veldur
því að fólk var sannfært um að [gagnrýnar] skýrslur væru illa skrifaðar og
unnar.“196 Hér er afmarkað fyrirbæri skýrt með hliðsjón af almennri kenn-
ingu um mannlega hegðun.
Ólafur Páll Jónsson heimspekingur taldi sig frá sjónarhóli hins almenna
hafa „rakið […] eðli og orsakir kreppunnar“197 og geta því sagt til um það
hvernig bregðast beri við óförunum. Ítarlegan skilning á stökum þáttum
kreppunnar áleit hann vera framtíðarviðfangsefni annarra fræðigreina: „það
á eftir að verða ærið verkefni bæði sagnfræðinga og hagfræðinga að grafast
fyrir um og skilja orsakir þessarar kreppu til nokkurrar hlítar.“198 Almennar
vangaveltur um orsakaskýringar á hruninu er hins vegar að finna hjá Guðna
Elíssyni bókmenntafræðingi sem veltir fyrir sér hve langt aftur í tímann
megi rekja orsakir hrunsins. „Eru uppgangsárin hluti af sögu hrunsins“ spyr
Guðni svo og „hvort endirinn búi í sjálfu upphafinu“.199 Auk þess er spurt:
„Hversu margir bera ábyrgð á hruninu?“ og síðast en ekki síst: „Um hvað
fjallar saga hrunsins?“200 Almennra spurninga af þessum toga væri ekki síður
að vænta úr röðum heimspekinga en bókmenntafræðinga. Báðar þessar
fræðigreinar heyra undir Hugvísindasvið sem enn fremur hefur að geyma
Guðfræðideild er nýtur nokkurrar sérstöðu innan Háskóla Íslands þegar
kemur að orsakaskýringum. Þetta birtist til að mynda í þeirri fullyrðingu
„að hrunið sé, að guðfræðilegum skilningi, afleiðing þess að syndin kom til
og spillti hinni góðu sköpun“.201 Þrátt fyrir þetta sérkenni á guðfræðin ýmis-
legt sameiginlegt með sumum öðrum hugvísindagreinum, t.d. hina sögu-
legu nálgun, iðkun samfélagsrýni með abstrakt hugtökum, sem og áhugann
196 Hulda Þórisdóttir og Karen Erla Karólínudóttir, „The Boom and the Bust“, bls.
293.
197 Ólafur Páll Jónsson, „Kreppa, náttúra og sálarlíf“, bls. 110.
198 Sama rit, bls. 99.
199 Guðni Elísson, „vogun vinnur... Hvar liggja rætur íslenska fjármálahrunsins?“, bls.
139.
200 Sama rit, bls. 132, 143.
201 Arnfríður Guðmundsdóttir og Hjalti Hugason, „Guðfræðin í pólitíkinni – pólitíkin
í guðfræðinni“, Ritið 2–3/2009, bls. 57–79, hér bls. 62.