Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 5
BJöRN ÞóR VILHJÁLmSSON
4
Ákveðnar kvikmyndagreinar hafa tengst íslenska bíóinu allt frá umróti
kvikmyndavorsins, og hafa gamanmyndir og dramatískar kvikmyndir verið
þar sérstaklega áberandi, en einnig mætti nefna barna- og fjölskyldumyndir.5
Fyrsta hrollvekjan var gerð árið 1983, Húsið eftir Egil Eðvarðsson, og vin-
sælasta mynd íslenskrar kvikmyndasögu er svo auðvitað söngleikurinn Með
allt á hreinu (Ágúst Guðmundsson, 1982).6 Á nýju árþúsundi hefur frekari
stoðum verið rennt undir áðurnefndar greinar, íslensku hrollvekjuhefðinni
bættist til dæmis mikilvægur liðsauki með Rökkri Erlings óttars Thorodd-
sen árið 2017, og glæpamyndin festi sig í sessi árið 2006 með Mýrinni eftir
Baltasar Kormák.7 Þá gerði fantasían landnám með Astrópíu (2007) Gunn-
5 Hér mætti nefna vinsælar gamanmyndir níunda áratugarins á borð við Nýtt líf
(Þráinn Bertelsson, 1983), Dalalíf (Þráinn Bertelsson, 1984), Löggulíf (Þráinn
Bertelsson, 1985), og Stella í orlofi (Þórhildur Þorleifsdóttir, 1986). Af barna- og
fjölskyldumyndum má nefna Veiðiferðin (Andrés Indriðason, 1980), Jón Oddur & Jón
Bjarni (Þráinn Bertelsson, 1981), Punktur punktur komma strik (Þorsteinn Jónsson,
1981) og Ævintýri Pappírs Pésa (Ari Kristinsson, 1990). Sjá hér einnig spjall Björns
Þórs Vilhjálmssonar við Þórhildi Þorleifsdóttur á Hugrás um gerð Stellu í orlofi,
„„Konur að verki“: Viðtal við Þórhildi Þorleifsdóttur“, Hugras.is, 22. janúar 2018,
sótt 12. september 2019 af http://hugras.is/2018/01/konur-ad-verki-vidtal-vid-
thorhildi-thorleifsdottur/.
6 Aðsóknarmet Með allt á hreinu er allt að því goðsagnakennt. Því hefur löngum verið
haldið fram að um 120.000 manns hafi brugðið undir sig betri fætinum og farið
að sjá myndina í kvikmyndahúsi. Það er hins vegar vandkvæðum bundið að sann-
reyna þessa tölu. öðruvísi var haldið utanum rekstrarhlið bíóanna á öndverðum
níunda áratugnum en nú er gert, og nákvæm skrásetning á aðsókn liggur ekki fyrir.
Ekki er hins vegar verið að draga aðsóknarmet Stuðmannamyndarinnar í efa, þetta
eru einfaldlega fyrirvarar sem ágætt er að hafa í huga. Enginn vafi leikur á því að
söngleikurinn var stórsmellur. Sjá hér einnig Björn Þór Vilhjálmsson, „með allt á
hreinu?“, Lesbók Morgunblaðsins, 12. ágúst 2006, sótt 13. ágúst 2019 af https://www.
mbl.is/greinasafn/grein/1097159/.
7 Af öðrum íslenskum hrollvekjum mætti nefna sjónvarpsmyndirnar Draugasögu
(1985) og Tilbury (1987) eftir Viðar Víkingsson, og Djáknann (1988) eftir Egil Eð-
varðsson. Þá gerði Anton Sigurðsson Grafir & bein árið 2014, Reynir Lyngdal leik-
stýrði Frosti 2012, og Julíus Kemp Reykjavík Whale Watching Massacre árið 2009.
Um þá síðastnefndu skrifaði Guðni Elísson greinina „Undir hnífnum: fagurfræði
slægjunnar og Reykjavík Whale Watching Massacre“, Ritið 2/2010, bls. 67-96. Sig-
rún margrét Guðmundsdóttir hefur skrifað um Rökkur, „„Hann er bara á vondum
stað“: Reimleikahús í Rökkri eftir Erling óttar Thoroddsen“, Ritið 1/2019, bls.
101-136. Sjá hér einnig Björn Þór Vilhjálmsson, „margt býr í rökkrinu“, Hugras.is,
16. nóvember 2017, sótt 1. september 2019 af http://hugras.is/2017/11/margt-byr-
rokkrinu/. Um íslensku glæpamyndina má lesa í greinum Björns Ægis Norðfjörð,
„„A Typical Icelandic murder?“ The „Criminal“ Adaptation of Jar City“, Journal
of Scandinavian Cinema 1/2011, bls. 37–49, og „Crime up North“, Nordic Genre
Film, ritstj. Pietari Kååpå og Tommy Gustafsson, Edinburgh: University of Edin-