Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 154
„TvEGGJa Hæða HÚS Á BESTa STað Í BænUM“
153
Meira fá áhorfendur ekki að lesa en horfa á það sem vantar upp á sögu
Bjargar í endurliti, frá sjónarhorni hennar sem lítillar stúlku. Hún laumast
til að fylgjast með miðilsfundinum í gegnum skráargat og máð gler.61 Hann
fer fram í herberginu í húsinu sem Pétur og Björg hafa ekki aðgang að.
Hvelfingunni sem geymir leynda fortíð undir hvítum lökum.
Barnið sem sér hina látnu – ekki
Í gotneskum sögum hefur barnæskan margræða merkingu. Bókmennta-
fræðingurinn dani Cavallaro segir til dæmis að börn séu tengd sakleysi,
einfaldleika og reynsluleysi. Þau séu óspillt af félagslegri tilveru fullorðinna
nokkra fundi frú Láru. Loks var hann „talinn vera orðinn svo „góður fundarmaður“,
að hann fékk að sitja í stól nr. 1, þ. e. næst stól frúarinnar, þegar á fundi stóð“. Fyrir
síðasta fundinn rannsakaði Sigurður fundarherbergið hátt og lágt og fann stóra gas-
slæðu inni í skáp. „Sýndi Sigurður [öðrum fundarmönnum] pakkann og bað þau að
leggja sér vel í minni, hvernig um hann væri búið. […] [F]undurinn þótti þó ekki
merkilegur, enda sögðu andarnir að frúin væri kvefuð og illa fyrir kölluð.“ Sigurður
bað Láru og vitnin að doka við og leit inn í skápinn. „[P]akkinn var þá ekki á sínum
stað heldur kominn alveg upp að þili innst inn undir skáp. Sigurður benti vitnum
sínum á þetta, tók síðan pakkann, sýndi vitnunum og var þá allt öðru vísi um hann
búið en áður“. við tóku réttarhöld þar sem Lára var dæmd í sex mánaða skilorðs-
bundið fangelsi og miðilsferlinum var þar með lokið. „Má telja landhreinsun að því
að þessi svik hafi nú loksins verið afhjúpuð“ sagði í Alþýðublaðinu. Orðalagið minnir
reyndar óþægilega á aðrar landhreinsanir í Evrópu á sama tíma. Sjá „Frú Lára af-
hjúpuð sem svikamiðill“, Alþýðublaðið, XXi árgangur, 249. tbl., 26. október 1940,
bls. 1–2, hér bls. 2. Þess skal getið að klúturinn í pakkanum voru leikmunir sem
Lára notaði til að skapa blekkinguna um útfrymi, sem miðillinn var þekktur fyrir
að kalla fram á fundum sínum. Klúturinn í skápnum í sögu Láru hefur sama tilgang
og segulbandstækið í Húsinu; hvorttveggja eru leikmunir sem verða til afhjúpunar á
svikum miðlanna.
61 Í þessu samhengi er gaman að geta þess að leikstjóri Hússins varð vitni að miðilsfundi
þegar hann var barn. Faðir Egils var ljósmyndari og hýsti á heimilinu sem jafn-
framt var ljósmynda stúdíó miðilsfund þar sem Hafsteinn Björnsson miðill fór fyrir
skyggnilýsingu. agli, sem var lítill drengur, var falið að passa upp á myndavélarnar
og tækjabúnaðinn í stúdíóinu á meðan fullorðna fólkið hlustaði á Hafstein miðla
sjónarmiðum framliðinna. drengnum var jafnframt harðbannað að hlera, enda
kannski ekki hollt fyrir börn að hlusta á drauga. Forvitnin varð þó ábyrgðinni yfir-
sterkari og Egill litli lét ljósmyndabúnaðinn lönd og leið og fylgdist með fundinum
í gegnum skráargat. Þess má geta að miðilsfundir koma fyrir í þremur kvikmynda
hans; Sólborg er særð fram í Höfða í Dómsdegi og fremur óhugnanlegur miðils-
fundur fer fram í Djáknanum sem minnir einna helst á andamessu. Hvort sem það
hafi verið minningar sem laumuðu sér á hvíta tjaldið í gegnum skráargatið skal þó
látið ósagt. Hér er vísað í óbirt viðtal greinarhöfundar við Egil Eðvarðsson, tekið
þann 2. júlí 2018.