Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 217
HJALTI HugASOn
216
Læsi og alþýðufræðsla
Bókmenning hófst hér í kjölfar kristnitöku en var í upphafi einskorðuð við
klerka.28 Skiptra skoðana gætir síðan um hve hratt lestrarkunnátta barst til
annarra. Ýmislegt bendir þó til að um 1200 hafi ekki verið fátítt að höfð-
ingjar væru læsir. Á 13. og 14. öld er líklegt að skinnhandrit hafi verið til
á helstu höfuðbólum landsins og að þar hafi fleiri eða færri heimilismenn
verið læsir. Fjöldi fátæklegra handrita sem geymst hefur bendir svo til að
lestrarkunnátta hafi í einhverjum mæli náð til efnaminni hópa.29 Erfitt er
þó að meta útbreiðslu læsis og skriftarkunnáttu á miðöldum. Þá er merking
læsishugtaksins nokkuð breytileg og því vandi á höndum þegar túlka skal
heimildir um þessi efni. Einnig var um mörg stig læsis að ræða allt frá því að
skrifaður texti þjónaði einkum til stuðnings við flutning á efni sem lesandinn
þekkti þegar vel eða kunni að miklu leyti til þess að einstaklingur gat lesið og
skilið áður óþekktan texta sér til gagns. óskýr mörk hafa einnig verið milli
ritmenningar og munnmennta þar sem fróðleikur, sögur og kveðskapur,
varðveittist bæði munnlega og á bók. Skrifaðir textar voru líka oftast lesnir
upphátt í hópi en ekki í hljóði líkt og á síðari öldum. Fólk gat því endursagt
það sem það hafði heyrt lesið.30
Í kjölfar siðaskipta hófst hér prentöld og tóku kirkjuleg yfirvöld að gefa
út guðsorðabækur af ýmsu tagi til að festa hina nýju kristindómstúlkun í
sessi. Þegar 1575 var ákveðið að fólk skyldi hafa lært efni Fræðanna minni
áður en það gat verið til altaris í fyrsta sinn. grunnur að trúarlegri alþýðu-
fræðslu var lagður með útgáfu Fræðanna á íslensku ekki síðar en 1594. Á
17. öld voru kver svo gefin út allt að einu sinni á áratug. Ljóst er þó að
fram um miðja 18. öld hefur hér verið um hreinan utanbókarlærdóm að
ræða.31 Var þessi fræðsla fyrst í höndum presta en síðar heimila undir eftir-
liti þeirra en hér var hvorki til að dreifa hringjurum eða meðhjálpurum sem
víða önnuðust fræðsluna erlendis né heldur sérstakri kennarastétt fyrr en
kringum aldamótin 1900.32 Frá 1575 var aftur á móti fyrirskipað að djáknum
íslenzkum bókmentum“ sem vitnað er til hér framar.
28 Loftur guttormsson, „Læsi“, Íslensk þjóðmenning VI, ritstj. Frosti F. Jóhannsson,
Reykjavík: Þjóðsaga, 1989, bls. 117–144, hér bls. 119–121.
29 Sama rit, bls. 122–124.
30 Sama rit, bls. 119–122, 125–126.
31 Loftur guttormsson, „Áhrif siðbreytingarinnar á alþýðufræðslu“, Lúther og íslenskt
þjóðlíf: Erindi flutt á ráðstefnu um Martein Lúther, er haldin var 4. nóvember 1983 í tilefni
þess að 500 ár voru liðin frá fæðingu hans, ritstj. gunnar Kristjánsson o.a., Reykjavík:
Skálholt, Hið íslenska Lúthersfélag, 1989, bls. 173–191, hér bls. 176–178.
32 Sama rit, bls. 179–180, 186.