Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 6
FRÁ SVEITABÆNUm Að STAFRÆNU BYLTINGUNNI
5
ars B. Guðmundssonar, þótt rök
mætti færa fyrir að viðveru hennar
megi rekja allt aftur til Sóleyjar eft-
ir Rósku og manrico Pavolettoni
frá árinu 1982, ef ekki hreinlega
til Síðasta bæjarins í dalnum (1950)
eftir Ævar Kvaran.8 Einnig mætti
benda á að íslensk kvikmyndagerð
hefur í auknum mæli einkennst af
pólitískri vitund um samtímamál-
efni, Andið eðlilega (2018) eftir Ís-
old Uggadóttur og Tryggð (2019)
Ásthildar Kjartansdóttur fjalla til
að mynda um stöðu flóttamanna,
og Kona fer í stríð eftir Benedikt
Erlingsson gerir loftslagsvána að
viðfangsefni. Hinsegin áherslur
hafa einnig verið leiddar inn í
íslenska kvikmyndagerð á um-
liðnum árum, og mætti þar nefna
Hjartastein (Guðmundur Arnar
Guðmundsson, 2015), Rökkur og
Andið eðlilega.9 Þá hafa myndir á
borð við Webcam (Sigurður Anton
Friðþjófsson, 2014) og Lof mér að
falla (Baldvin Z, 2018) tekið borg-
burgh Press, 2015, bls. 61–75. Sjá einnig Björn Þór Vilhjálmsson, „Violently Funny:
Comedic Capers, Claustrophobia, and Icelandic Crime Cinema“, World Film Loca-
tions: Reykjavík, ritstj. Jez Conolly og Caroline Whelan. Bristol: Intellect, 2012, bls.
74-75.
8 Nákvæmari upplýsingar um sundurgreiningu íslenskra kvikmynda eftir greinum
er að finna í skýrslu Hagstofunnar, „Tíundu hverri íslenskri langri leikinni kvik-
mynd leikstýrt af konu“, Hagstofa.is, 9. febrúar 2018, sótt 30. ágúst 2019 af https://
www.hagstofa.is/utgafur/frettasafn/midlun/islenskar-langar-leiknar-kvikmynd-
ir-1949-2017/.
9 Haustið 2018 var heimildarmynd Hrafnhildar Gunnarsdóttur, Svona fólk, frum-
sýnd í Bíó Paradís, en myndin samanstóð af fyrstu tveimur þáttunum í sam-
nefndri sjónvarpsþáttaröð sem tekin var til sýninga á RÚV haustið 2019. Heim-
ildarþáttaröðin er í fimm hlutum og gerir réttindabaráttu samkynhneigðra á
Íslandi skil yfir fjögurra áratuga tímabil. Samhliða frumsýningu myndarinnar
Hrollvekjan Rökkur (2017) eftir Erling
óttar Thoroddsen sviðsetur reimleika-
sögu í íslenskum sumarbústað. Athyglis-
vert er hvernig ástarsamband tveggja
samkynhneigðra karlmanna er fyrir miðju
frásagnarinnar án þess þó að það verði að
viðfangsefni myndarinnar. Erlingur fram-
setur hinsegin samband með áþekkum
hætti og búast mætti við að gagnkyn-
hneigt samband væri sett fram í íslenskri
kvikmynd, fellir það með áreynslulausum
hætti að frásögninni og gerir eðlilegt.