Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 205
ANDREW D. HIGSON
204
um þjóðarbíó sem ávarpað geti fjölmenningarhópa með sannfæringarkrafti
sé hafnað. Þvert á móti, heldur Hill áfram, er mikilvægt að þjóðarbíóinu
sé viðhaldið í Bretlandi, þjóðarbíói sem „er þess fært að framsetja marg-
flóknar hliðar bresks „þjóðlífs““.18Hill vill meina að þetta hafi einmitt verið
þjóðarbíóið sem Bretland átti að fagna á níunda áratugnum, þegar „þjóð-
leiki breska bíósins [...] var hvorki sameiningarsinnaður né ríkti um hann
sátt, heldur grundvallaðist hann á aukinni vitund um hina fjölmörgu þjóð-
legu, svæðisbundnu og kynþáttalegu samsömunarmöguleika sem einkenndu
Bretland á þessu tímabili“.19
Eru þetta nægilega gildar ástæður til að varðveita þjóðarbíóshugtakið?
Satt best að segja þá sýnist mér Hill síður færa rök fyrir þjóðarbíói en því
sem kalla mætti andstöðubíói, sem þá jafnframt væri vinstrisinnað; róttæku
bíói eða, eins og hann orðar það, bíói sem „einkennist af efasemdum og
eftirgrennslan“.20 Hill heldur á lofti kostum er leitast við að tryggja að úr-
val menningarafurða einskorðist ekki við markaðsrökvísi. Að þessu leyti,
eins og Hill bendir á, má túlka „rökin fyrir þjóðarbíói [...] sem hluta af um-
fangsmeiri kröfu um fjölbreyttara og víðtækara safn af kvikmyndum og fjöl-
miðlaafurðum en núverandi pólitískt efnahagsumhverfi fjölmiðlaiðnaðarins
leyfir“.21
Tvö vandamál fylgja því að halda uppi vörnum fyrir þjóðarbíóið með
þessum hætti. Í fyrsta lagi má spyrja hvort nauðsynlegt sé að rannsakandi
bíó sem lítur heiminn gagnrýnum augum sé reist á grundvelli þjóðarbíós?
Andstöðubíó þarfnast örugglega ekki þjóðlegrar landfestingar þegar að fjár-
mögnun kemur, né heldur vali á viðfangsefni eða viðtökum. Á sama hátt
mætti jafn auðveldlega ná fram menningarlegri fjölbreytni innan þjóðlegrar
kvikmyndamenningar með því að styðja við breitt úrval af innfluttum kvik-
myndum og með því að tryggja framleiðslugrundvöll innlendra kvikmynda.
Í öðru lagi eru breskar myndir níunda áratugarins, sem Hill heldur svo mjög
upp á, hvergi nálægt því dæmigerðar fyrir heildarframleiðslu tímabilsins.
Þess í stað horfir hann sérstaklega til þeirra kvikmynda sem í krafti róttæks
efnis og gagnrýnna viðhorfa höfða til hans eigin hugmyndafræði. flestar
sögur þjóðarbíóa hafa auðvitað verið skrifaðar með áþekkum hætti. Hefðar-
veldi heimaalinna mynda sem njóta velþóknunar eru búin til á kostnað
18 John Hill, „British film Policy“, bls. 111.
19 John Hill, British Cinema in the 1980s, Oxford: Oxford University Press, 1999, bls.
244.
20 John Hill, „The Issue of National Cinema and British film Production“, bls. 17.
21 Sama heimild, bls. 18.