Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 74
„TAuMlAuST BlóðBAð áN liSTRæNS TilgANgS“
73
hafa í huga að á þessum tíma voru sýningar að jafnaði ætlaðar bæði börnum
og fullorðnum, og Skarphéðinn tekur fram að þegar þess var fyrst krafist á
öndverðum öðrum áratugnum að lögreglan bannaði tilteknar myndir hafi
þar verið undirliggjandi óánægja um andvaraleysi rekstraraðila varðandi að-
gengi barna að sýningum.9
Þann 19. apríl 1919 var fyrsta skrefið tekið í átt að opinberu eftirliti með
kvikmyndum, en þá var ákvæði fellt inn í lögreglusamþykkt Reykjavíkur um
að lögreglunni væri heimilt að stöðva kvikmyndasýningar væri almennu vel-
sæmi ógnað og skipa bíógestum að yfirgefa kvikmyndahúsið.10 Ennfremur
var lögreglustjóra veitt heimild til að skoða kvikmyndir og, ef svo bæri undir,
banna sýningar fyrirfram.11 Mikilvægasti munurinn á ákvæðinu í lögreglu-
samþykktinni og svo starfsreglum Kvikmyndaeftirlitsins þegar fram liðu
stundir er að krafa var ekki gerð í lögreglusamþykktinni um heildstæða
skoðun allra mynda áður en þær voru teknar til sýninga. Ekki leið samt á
löngu áður en slíkra viðhorfa tók að gæta og fyrsta frumvarpið um „mynd-
skoðunarnefnd“ var lagt fram á Alþingi árið 1929. Af ýmsum ástæðum náði
það ekki fram að ganga fyrr en 1932, eins og áður segir, og þá sem hluti af
almennari lögum um barnavernd.12
vítis“, sjá National Perils and Hopes: A Study Based on Current Statistics and the Observa-
tions of a Cheerful Reformer, Cleveland: F.M. Barton Company, 1910, bls. 39.
9 Skarphéðinn guðmundsson, „„Hvar er lögreglan?“ Spilling æskunnar og upphaf
kvikmyndaeftirlits“, Heimur kvikmyndanna, ritstj. guðni Elísson, Reykjavík: For-
lagið og art.is, 1999, bls. 832–837, hér bls. 834–5.
10 Alþingistíðindi 1929, A, bls. 658, Althingi.is, sótt 1. júlí 2019 af https://www.althingi.
is/altext/althingistidindi/l041/041_thing_1929_A_thingskjol.pdf.
11 Skarphéðinn tekur fram að ekki sé vitað til þess að þessum heimildum hafi verið
beitt á tímabilinu sem til umfjöllunar er hjá honum, og almennt virðist það hafa
verið afar fágætt. Frægt hefur þó orðið að sýningar á kvikmynd Svölu Hannesdóttur
og óskars gíslasonar, Ágirnd, voru stöðvaðar árið 1952 sökum ásakana um guðlast
og almenna siðspillingu. Sjá „3 morð, fjárhættuspil og þjófnaður í ísl. kvikmynd“,
Tíminn, 29. nóvember 1952, bls. 2. um deilurnar um Ágirnd er fjallað í grein Er-
lends Sveinssonar, „árin 12 fyrir daga Sjónvarps og Kvikmyndasjóðs“, Heimur kvik-
myndanna, ritstj. guðni Elísson, Reykjavík: Forlagið og art.is, 1999, bls. 868–873,
hér bls. 871–872. Þá ræðir Kristín Svava Tómasdóttir uppþotið umhverfis Ágirnd
í Stund klámsins: Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar, Reykjavík: Sögufélag,
2018, bls. 112.
12 Í ákvæðinu í barnaverndarlögunum 1932 segir m.a.: „Barnaverndarnefnd er skylt
að hafa í umdæmi sínu eftirlit með kvikmyndasýningum og öðrum opinberum
sýningum. Er þeim, sem veita slíkum sýningum forstöðu, skylt að veita barnavernd-
arnefnd kost á því að kynna sér efni sýningar á undan almenningi. Ef barnaverndar-
nefnd telur sýningu skaðsamlega eða óholla sálarlífi barna, getur hún bannað, að
börn innan ákveðins aldurs fái aðgang að henni.“ Alþingistíðindi, 1933, B, d. 2078,