Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 304
FRæðAMöRK
303
vilhjálm – leggja í notkun kenninga og tilgátna.121
Jón Gunnar hefur ítrekað bent á hve fágætt tækifæri hrunið reyndist
til rannsókna á ákveðnu samfélagsfyrirbæri og til að meta fyrri kenningar
um það: „Búsáhaldabyltingin [veitir] einstakt tækifæri til að leggja til þekk-
ingu til rannsókna á sviði félagslegra hreyfinga“.122 Um þetta rannsóknasvið
skrifa Jón Gunnar o.fl.: „Miðlægt viðfangsefni á sviðinu hefur verið að draga
fram þær þjóðfélagsaðstæður sem helst hrinda af stað róstum og byltingum.
Davies […] hefur sett fram þá kenningu að byltingar og fjöldamótmæli […]
eigi sér oft stað þegar bakslag hefur orðið eftir […] framfaraskeið, til dæmis
þegar efnahagslegur uppgangur endar í djúpri kreppu eða þegar snörp aftur-
för verður á lýðræðisþróun […] geta slíkar aðstæður framkallað afstæðan skort
meðal borgaranna – þjóðfélagið stendur ekki undir væntingunum sem orðið
hafa til á framfaraskeiðinu. Aðstæður á Íslandi í janúar 2009 voru að mörgu
leyti dæmigerðar fyrir þær kringumstæður sem Davies […] telur að leitt geti
til fjöldamótmæla og byltinga.“123
Texti bandaríska félagsfræðingsins James C. Davies, „Toward a Theory
of Revolution“, er lítt framandi frá sjónarhóli félagsheimspeki, ekki aðeins
vegna hins almenna titils, sem vísar síður til tiltekinnar byltingar en byltinga
almennt, heldur um leið í ljósi þess hvernig Davies, í leit að sambærilegu
orsakasamhengi þriggja byltinga, smíðar sína víðtæku kenningu – þótt hann
styðjist vitaskuld með skipulagðari hætti við sögulegar heimildir og tölfræði
en tíðkast meðal heimspekinga. öðru máli gegnir um nálgun Jóns Gunnars
sem, ólíkt ameríska félagsfræðingnum, styðst við eigin spurningakönnun, þ.e.
stöðluð viðtöl sem hann greinir tölfræðilega: „kenningin hefur sjaldan verið
sannprófuð með kerfisbundnum einstaklingsbundnum gögnum sem safnað
var við viðkomandi sögulegar aðstæður. Hrunið á Íslandi er tækifæri til að
prófa kenningu Davies.“124 Eins og heimspekingarnir Ólafur Páll og vil-
121 Til að einfalda lesturinn eru ekki einungis þeir textar sem Jón Gunnar er eini höf-
undurinn að heldur jafnframt þeir sem hann er aðeins meðhöfundur að og ekki
endilega fyrsti höfundur kynntir ofanmáls í hans nafni ásamt „o.fl.“. Þessi einföldun
ýtir mögulega undir þá tilfinningu að athyglin beinist fyrst og fremst að einstakling-
um – þótt í raun beinist hún að aðferðafræði sem Jón Gunnar o.fl. styðjast við.
122 Jón Gunnar Bernburg, Berglind Hólm Ragnarsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir, „Hverjir
tóku þátt í Búsáhaldabyltingunni?“, Rannsóknir í félagsvísindum XI. Félags- og mann-
vísindadeild, ritstj. Helga Ólafs og Hulda Proppé, Reykjavík: Félagsvísindastofnun
Háskóla Íslands, 2010, bls. 106 –113, hér bls. 106.
123 Sama rit, bls. 106.
124 Jón Gunnar Bernburg, „Overthrowing the Government. A Case Study in Protest“,
Gambling Debt, bls. 63–78, hér bls. 67–68.