Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 264
„ÞANNIG ER SAGA OKKAR“
263
lendingar á þeim tíma sem bylting Jörgens var gerð. Þá má segja að notkun
persónunafnsins „við“ tengi lesendur ekki aðeins við skáldsöguna, heldur
einnig söguna – en eins og hér hefur komið fram þá minnir sögumaður stöð-
ugt á riteðli (skáld)sögunnar.
Sagnritunarsjálfsagan Hundadagar
Segja má að Hundadagar séu bæði söguleg skáldsaga og ævisaga þeirra sögu-
legu persóna sem eru þar í fyrirrúmi. Einar Már Guðmundsson lýsti sjálfur
skáldsögu sinni svo þegar hann tók við Íslensku bókmenntaverðlaununum
fyrir hana: „Hundadagar eru skáldsaga, að nokkru leyti heimildaskáldsaga
þar sem heimildir eru notaðar á afar frjálslegan hátt.“51 Hann styðst ekki
aðeins við fræðileg sagnfræðileg rit, heldur líka sjálfsævisögur, skáldsögur og
leikrit. Á síðustu blaðsíðunni í kiljuútgáfu Hundadaga má finna viðauka þar
sem Einar Már fjallar um þær heimildir sem hann notar:
Aðalheimildir sögunnar eru sjálfsævisögur aðalpersónanna, [...]
síðan ótal aðrar heimildir sem sumar eru nefndar í sögunni en
aðrar ekki. Af þeim sem ekki eru nefndar í sögunni eru fjölmargar
greinar Önnu Agnarsdóttur um Jörund hundadagakonung og sam-
skipti Englands og Íslands, Eldhuginn eftir Ragnar Arnalds, Mann-
kynssaga 1789–1848 eftir Jón Guðnason, The Age of Revolution eftir
Eric Hobsbawm, Vi, Jörgen Jörgensen eftir Claus Ib Olsen, Fri-
bytteren eftir Kurt Frederiksen og leikritið Eldklerkurinn eftir Pétur
Eggerz sem ég bæði sá á sviði og hafði undir höndum eintak af og
vísað er í á nokkrum stöðum og tekið orðrétt úr, til dæmis bréf séra
Jóns á blaðsíðu 98. Um aðrar heimildir vísast í söguna sjálfa.52
Notkun heimildanna er annað dæmi um hversu sjálfslýsandi skáldsagan er,
og viðaukinn er eitt dæmi um það sem Genette kallar hliðartexta (e. para-
text). Upplýsingar um forlög, bókarheiti, formáli, eftirmáli, efnisyfirlit,
bókarkápa, neðanmálsgreinar eru önnur dæmi um hann. Í raun er það sem
51 Einar Már Guðmundsson, „Ávarp við viðtöku Íslensku bókmenntaverðlaunanna“,
Tímarit Máls og menningar 1/2016, bls. 115–118, hér bls. 117.
52 Einar Már Guðmundsson, Hundadagar, Reykjavík: Mál og menning, 2016. Búast
má við því að Einar Már hafi stuðst við fleiri heimildir en hann hefur nefnt, t.d. er
viðurnefnið Jörgen mera–taglskeri (199) fengið úr níðkveðskap Finns Magnússonar,
sjá Sveinn Einarsson, „Söguhetjan Jörgen Jürgensen“, Andvari 1/2009, bls. 81–94,
þar sem finna má fleiri heimildir og bókmenntaverk þar sem Jörgen Jörgensen er
aðalpersóna; níð Finns Magnússonar er að finna á bls. 82 í greininni.