Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 305
DAvÍð G. KRISTInSSOn
304
hjálmur notar Jón Gunnar almenna kenningu til að varpa ljósi á hrunið, en
ólíkt þeim kappkostar hann að sannprófa kenninguna með reynslugögnum.
Áður en nánar er hugað að skrifum Jóns Gunnars skulum við skoða í
sögulegu ljósi að hvaða leyti greining Davies er nær heimahögum félags-
heimspeki en megindleg félagsfræði þess fyrrnefnda.125 Sé til að mynda rýnt
í tilurðarsögu þýskumælandi félagsfræði var meirihluti fyrstu félagsfræð-
inganna heimspekimenntaður eða heimspekilega þenkjandi.126 Þeir höfðu
gagnrýna afstöðu til spekúlatífra alhæfinga úreltrar söguspeki og játuðu sig
fylgjandi abstrakt kenningasmíð sem við greiningu samfélagsins styddist í
auknum mæli við reynslugögn. Gögnin sem þeir notuðust við voru þó síður
tölfræði og önnur gagnavinnsla úr þjóðfélögum samtímans en sögurann-
sóknir annarra. Af tveimur meginrótum frönskumælandi félagsfræði, sögu-
speki Comte og tölfræði belgíska stjörnu- og stærðfræðingsins Quetelet,
var afstaða fyrstu þýskumælandi félagsfræðinganna nær Comte. Þeir fundu
m.a. að því, að í skrifum Quetelet væri „hvergi að finna söguleg dæmi“127 og
ítrekuðu – jafnvel þeir sem sjálfir kenndu tölfræði – að það yrði „aldrei hægt
að uppgötva lögmál hins félagslega veruleika með tölfræðilegum útreikn-
ingum“.128 Auk þess væri skýringargildi slíkra útreikninga takmarkað: „Það
sem gögn tölfræðinnar leiða í ljós veit maður iðulega fyrir; og komi hún
félagsfræðilegri þekkingu okkar á óvart, má alla jafna sýna fram á að hin töl-
fræðilega gagnasöfnun hafi verið einhliða, gloppótt eða röng.“129 Tölfræðin
hefði fram til þessa „virst nákvæm en verið yfirborðsleg í raun“.130 Hana
skorti dýpt, spekúlatífan grundvöll og nauðsynlegt sé að „ljá henni ,anda‘
með félagsfræðilegri þekkingu“.131 Sé það gert muni tölfræðin „í auknum
125 Í flestum greinum Jóns Gunnars sem hér eru til umfjöllunar er megindleg aðferð
ráðandi. Í bók hans Economic Crisis and Mass Protest. The Pots and Pans Revolution
in Iceland (new York: Routledge, 2016) – sem ekki er fjallað um hér - er hinsvegar
stuðst við eigindlegar jafnt sem megindlegar aðferðir.
126 Sjá Davíð G. Kristinsson, Soziologie als künftige Philosophie der Gesellschaft. Philo-
sophieverständnis der frühen Vertreter deutschsprachiger Soziologie (1883–1909) [ísl.:
Félagsfræði sem félagsheimspeki framtíðarinnar. Um heimspekisýn fyrstu þýsku-
mælandi félagsfræðinganna], doktorsritg., Freie Universität Berlin, 2017.
127 Ludwig Gumplowicz, „Individuum, Gruppe und Umwelt“, Die Zukunft 14/1896,
bls. 352–362, hér bls. 362.
128 Ludwig Gumplowicz, Grundriß der Sociologie, vínarborg: Manz, 1885, bls. 98.
129 Gustav Ratzenhofer, Die sociologische Erkenntnis. Positive Philosophie des socialen Le-
bens, Leipzig: Brockhaus, 1898, bls. 90.
130 Gustav Ratzenhofer, Der positive Monismus und das einheitliche Princip aller Er-
scheinungen, Leipzig: Brockhaus, 1899, bls. 126.
131 Sama rit, bls. 126.