Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 190
HRIFMAGNSBÍóIð: ÁRBÍóIð, ÁHORFANDINN OG FRAMÚRSTEFNAN
189
aldar og aukin sátt um hann innan millistéttarmenningarinnar (ásamt þeim
málamiðlunum sem komu sáttunum til leiðar) hafa gert þá frelsun sem al-
þýðuskemmtanir buðu upp á í byrjun aldar illskiljanlega. Að mínu mati var
það einmitt þessi sýnihvöt alþýðulistarinnar um aldamótin sem framúrstefn-
an lét hrífast af – frelsið til að slíta af sér hlekki söguheimsins og áherslan á
milliliðalausa örvun.
Í skrifum sínum um fjölleikahúsið lofsöng Marinetti ekki aðeins þessa
fagurfræði undrunar og örvunar, heldur sér í lagi hvernig það gat af sér nýja
gerð áhorfanda frábrugðinn „hreyfingarlausum“, „sljóum gægi“ hins hefð-
bundna leikhúss. Áhorfanda fjölleikahússins finnst sjónarspilið tala beint til
sín og hann tekur þátt, syngur með og grípur fram í fyrir skemmtikröft-
unum.15 Þegar unnið er með árbíóið í samhengi skjalasafna og fræða er hætt
við að mönnum yfirsjáist lifandi tengsl þess við fjölleikasýningar, sem voru
meginsýningarstaðir þess fram undir 1905. Kvikmyndin kom fram sem eitt
skemmtiatriðanna á efnisskrám fjölleikasýninga, umkringd fjölda óskyldra
atriða sem teflt var fram án frásagnarsamhengis og svo að segja án röklegrar
atburðarásar. Þessar stuttu kvikmyndir birtust ávallt í umgjörð fjölleiks-
ins, jafnvel þegar þær voru sýndar í fimmaurabíóunum sem voru í mótun
undir lok þessa tímabils: brellumyndum var skeytt inn á milli gamanatriða,
hversdagsmynda, „myndskreyttra sönglaga“ og, oftar en ekki, ódýrra gleði-
leikja. Þessi frásagnarlausa fjölbreytni átti einmitt sökina á því að skemmtun
af þessum toga átti undir högg að sækja frá umbótahreyfingum í upphafi
annars áratugarins. Könnun Russel Sage-stofnunarinnar á alþýðuskemmt-
unum komst að því að forsendur fjölleikasýninga væru „hvorki eðlilegar né
til mannbóta heldur tilbúningur, enda væri samhengi atriðanna tilfallandi og
alla jafna ekkert.“16 Það er m.ö.o. engin saga. Samkvæmt þessum umbóta-
sinnum úr röðum millistéttarinnar var kvöldstund í fjölleikahúsinu eins og
ferð í sporvagni eða líflegur dagur í fjölmennri borg og ýtti undir heilsu-
spillandi taugaveiklun. Það var einmitt slík óeðlileg örvun sem Marinetti og
Eisenstein vildu sækja til alþýðulistanna og veita inn í leikhúsið til að beisla
orku alþýðunnar í þágu róttækninnar.
Hvað varð af hrifmagnsbíóinu? Eiginlega frásagnarvæðingu kvik-
myndanna ber að á árunum 1907-1913 og hún nær hápunkti með tilkomu
aðalmyndarinnar sem gjörbreytti fjölleikaumgjörðinni. Kvikmyndin tók sér
15 F. T. Marinetti, „The Variety Theater [1913]“, Futurist Manifestos, ritstj. umbro
Apollonio, New York: Viking, 1973, bls. 126–131, hér bls. 127.
16 Michael Davis, The Exploitation of Pleasure, New York: Russel Sage Foundation,
Dept. of Child Hygiene, bæklingur, 1911.