Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 296
FRæðAMöRK
295
alþingismanna er víða að finna hjá vilhjálmi Árnasyni heimspekingi sem
og útlistun á andstæðu þeirra: „Í málefnalegri umræðu er leitast við að lýsa
upp málefnið sem til umræðu er og lúta þeim rökum sem því hæfa, í stað
þess að koma að því með fyrirframskoðanir sem reynt er að verja til að
tryggja völd eða áhrif. Í hernaðarlist kappræðunnar telst það einber veikleiki
að taka mark á rökum ,andstæðingsins‘ og endurmeta skoðun sína í ljósi
betri málefnalegra röksemda.“85 Skýran greinarmun á rökræðum háskóla-
samfélagsins, sem er nærtækast að fræðimenn sæki samræðufyrirmynd sína
til, og valdaátökum eða herkænsku á Alþingi finnur vilhjálmur hjá þeim
samtímaheimspekingi sem hann hefur helst sótt innblástur til: „Habermas
[…] leggur greinarmuninn á rökræðu og hernaðarlist til grundvallar kenn-
ingunni um rökræðusiðfræði.“86 vilhjálmur er meðvitaður um að akadem-
ískar samræður eru ekki alltaf fullkomlega rökvísar og heldur „því vitaskuld
ekki fram að háskólamenn séu alltaf til fyrirmyndar í málflutningi sínum
heldur útlista[r] einungis þá hugsjón sem í fræðimennsku felst“.87 Eins og
víða í skrifum vilhjálms88 beinir hann hér, í nafni boðandi heimspeki, meiri
athygli að hugsjóninni en því sem viðgengst í raun. Þess í stað mætti skoða
nánar hvernig raunveruleg – fremur en ákjósanleg – skoðanaskipti fara fram
innan fræðasamfélagsins í samanburði við þá samræðuhætti þingmanna sem
gagnrýnin beinist að. Auk þess væri sú mynd sem dregin er upp af samræðu-
háttum Alþingis líkast til fegurri styddist hún síður við það hvernig þeir eru
í raun en hugsjónina sem liggur þeim að baki.
Fræðaskrif vilhjálms eru alla jafna málefnaleg. Þar með er ekki sagt að
þau séu hrein sannleiksleit strípuð allri mælskulist, úr tengslum við öll átök
um áhrif og ávallt sanngjörn framsetning á málflutningi ‚andstæðingsins‘.
nærtækt dæmi um slík frávik er það hvernig hann meðhöndlar ‚samherja‘
sinn Habermas í samanburði við Foucault sem þýski hugsuðurinn, og síðar
fylgismaður hans vilhjálmur, hafa ítrekað varað háskólasamfélagið við.
Þannig líkti Habermas Foucault m.a. við hina „ungu íhaldsmenn“ sem voru
andstæðingar þingræðis í Weimar-lýðveldinu.89 Í þessum anda gefur vil-
85 vilhjálmur Árnason, „Árvekni eða auðsveipni? Hlutverk hugvísindamanna í sam-
félagsumræðu“, Ritið 2–3/2009, bls. 21–34, hér bls. 30–31.
86 Sama rit, bls. 31.
87 Sama rit, bls. 31.
88 Sjá t.d. Davíð G. Kristinsson og vilhjálmur Árnason, „Rökræðan er prófsteinn
skynseminnar“ (viðtal við vilhjálm Árnason), Hugur. Tímarit um heimspeki 2004,
bls. 10–43, hér bls. 25–29.
89 Jürgen Habermas, „Die Moderne – ein unvollendetes Projekt“, Kleine politische
Schriften (I–IV), Frankfurt: Suhrkamp, 1981, bls. 444–464, hér bls. 463.