Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 152
„TvEGGJa Hæða HÚS Á BESTa STað Í BænUM“
151
földu merkingu hússins í gotneskum skáldskap. annars vegar vísi það til
byggingarinnar sjálfrar og hins vegar til fjölskyldunnar, ættbogans. Það er
greinilega gefið til kynna í smásögu Edgars allans Poes, „The Fall of The
House of Usher“ þar sem molnandi húsið táknar fall Usher-ættarinnar sem
birtist að lokum í því að ættkvíslin grefst undir rústum ættaróðalsins þegar
það hrynur til grunna.54
Eins og greint var frá hér að ofan átti Björg heima í húsinu áður, en veit
það ekki fyrir víst fyrr en í lok kvikmyndarinnar. Skömmu eftir að þau Pétur
flytja inn fer hún að fá martraðir tengdar húsinu og henni taka að berast
vísbendingar sem koma henni á sporið. Hún fer sjálf að setja saman púslin
í gegnum heimildaleit, sem er nátengd gotnesku hefðinni þar sem ásóknin
sprettur jafnan úr jarðvegi liðinna tíma.55 vísbendingarnar sem hún rekst á
eru til dæmis ljósmyndir heima hjá Unni frænku sinni af manni sem birst
hefur í draumum hennar; hún ræður af hegðun fólksins í kringum sig að
eitthvað vafasamt hafi gerst í húsinu: hún finnur blaðagreinar á Landsbóka-
safninu á Hverfisgötu og kemst í framhaldi í kynni við mann (Árni Tryggva-
son) sem býr yfir þeim upplýsingunum sem hún þarf til að sagan sé fullgerð.
Smám saman verður ljóst að leyndarmál hússins tengist henni sjálfri.56
Björg er ekki dóttir uppeldisforeldra sinna heldur ólst hún upp í húsinu
fyrstu árin. Faðir hennar var miðill, líkt og sagt hefur verið og þegar móðir
hennar deyr tapar hann glórunni. Björg minnir þannig á ofsótta yngismær
að hætti ann Radcliffe sem leggst í rannsóknarvinnu og ljóstrar upp um
leyndarmál fortíðarinnar.57 Og kemst að lokum að sannleikanum um upp-
runa sinn.58 Björg veit ekki hver fortíð hennar er en það verður henni að falli
eins og Ödipusi.59
54 ann Williams, The Art of Darkness. A Poetics of Gothic. Chicago: University of Chi-
cago Press, 1995, bls. 45.
55 Barry Curtis, Dark Places. The Haunted House in Film, bls. 84.
56 Með því að púsla saman brotunum kemst hún að því hver hún er í raun og veru.
Þannig líkist frásagnarformgerðin fleiri reimleikahúsakvikmyndum sem byggja á
formúlu Pliniusar, þar sem aðalpersónan þarf að komast að því hvar líkið liggur
grafið.
57 Kalla má Emily St. aubert, aðalpersónu The Mysteries of Udolpho eftir Radcliffe,
fyrirmynd gotneskra kvenhetja. Rannsókn hennar og afhjúpun á leyndardómum
fortíðarinnar skipar stóran sess í frásögninni.
58 alison Milbank, „Gothic Feminities“, The Routledge Companion to the Gothic, bls.
155–163, hér bls. 155.
59 Það drepur að þekkja ekki ættstofn sinn, er boðskapur Ödipusargoðsagnarinnar.
Ödipus konungur Þebu í leikriti Sófóklesar myrðir föður sinn og kvænist móður
sinni því hann veit ekki hver uppruni hans er. Þannig kallar hin harmræna hetja
hörmungar yfir borgina og fjölskyldu sína.