Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 198
TAKMARKANDI ÍMYNDUNARAfL ÞJóðARBÍóSINS
197
Í þriðja lagi mætti velta fyrir sér geysilegum vinsældum „þjóðlegra breskra“
mynda á tíunda áratugnum, bæði í kvikmyndahúsum og svo í framhaldinu
á myndbandsspólum og í sjónvarpi. Þar mætti nefna Four Weddings and a
Funeral (1994), The Full Monty (1997) og Shakespeare in Love (1998), en allar
voru þær framleiddar í Bretlandi og sögusviðið er sömuleiðis breskt. Í ljósi
þess hversu mikið hefur verið fjallað um fjölmiðlaviðburðina þrjá á prenti, í
sjónvarpi, á netinu og manna á millum, má jafnframt halda því fram að eftir-
köst þeirra og áhrif hafi verið meiri en áhorfstölur einar og sér gefa í skyn.
En er heppilegast að skilgreina þessa fjölmiðlaviðburði sem þjóðleg
fyrirbæri? Til að byrja með eru alltaf einhverjir á öndverðum meiði. Ekki
allar Bretar syrgðu Díönu eða tóku þátt í sjónarspilinu umhverfis jarðarför
hennar. Sumir Bretar horfa ekki á sápur, fara ekki í kvikmyndahús eða sýna
dægurmenningu nokkurn áhuga yfir höfuð. Þá samsama þeir sig ekki kvik-
myndum á borð við Four Weddings and a Funeral og The Full Monty, eða
finnst ákall slíkra texta eða sjónrænna upplifana um þátttöku í sameiginlegri
þjóðarvitund ekki vera trúverðugt. Í öðru lagi var áhorfendahópur áður-
nefndra fjölmiðladæma hvergi nærri alfarið þjóðlegur. Það væru ýkjur að
kalla umrædd dæmi hnattræna viðburði en það er sömuleiðis hafið yfir vafa
að þau voru þverþjóðlegar upplifanir, og eru það enn í sumum tilvikum. Í
þriðja lagi mótast viðtökurnar auðvitað af menningarlegum sjóndeildarhring
þeirra sem horfa, og markmið og samhengi áhorfsins eru þannig breytileg,
rétt eins og leshátturinn.
Í fjórða lagi „safnast“ hinn „þjóðlegi“ áhorfendahópur mynda á borð við
The Full Monty einnig saman til að horfa á erlendar myndir, einkum Holly-
woodmyndir. Annars vegar mætti benda á að áhorfshópar, eins og myndast
umhverfis Hollywoodmyndir, undirstriki miklu frekar þverþjóðlega hlið
hins „ímyndaða samfélags“ heldur en að þeir séu einvörðungu dæmi um
þjóðlega reynslu. Á hinn bóginn er ljóst að bandarískar kvikmyndir gegna
mikilvægu hlutverki í mótun menningarlegrar sjálfsmyndar Bretlands. Í
fimmta lagi samanstendur hvert það samfélag sem við getum ímyndað okkur
að „safnist“ umhverfis, segjum, sýningar og dreifingu á The Full Monty, af
tilviljanakenndum, óræðum og óútreiknanlegum hópum eða menningar-
legum þegnum, hvurs samvera takmarkast við tiltekinn viðburð. Þegar
honum lýkur tvístrast ímyndaða samfélagið á nýjan leik, meðan önnur sam-
félög myndast á öðrum forsendum fyrir annars konar en viðlíka skammæja
viðburði. Slík samfélög eru sjaldan sjálfbær, stöðug eða samheldin. Heldur
eru þau tilviljunum háð, flókin, að hluta til klofin, en tengjast líka öðrum
stýriþáttum sjálfsmyndarinnar á djúpstæðari máta en þjóðerni, þáttum eins