Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 121
BjöRN ÞóR VilHjálMSSoN
120
fullorðnum kvikmyndaáhugamönnum að sjá“, en það eru áðurnefnd Scan-
ners og kanadíska kviðristan Visiting Hours (jean-Claude lord, 1982).114 árni
er ekki sá eini sem taldi Visiting Hours ranglega fordæmda, en hún hafði
verið sýnd í kvikmyndahúsum Reykjavíkur örfáum árum fyrr og greinilega
notið meiri vinsælda á Íslandi en víðast hvar annars staðar.115 En það var
bannið á Scanners sem reyndist umdeildasta ákvörðun Kvikmyndaeftirlitsins
í fyrstu umferðinni með bannlistann, og neyddist Níels árni til að svara fyrir
það mál opinberlega.
ástæðan fyrir því að árni og margir aðrir furðuðu sig á einstökum titlum
á bannlistanum er að samkvæmt lögum átti hann að vera eins konar kvik-
myndaleg ruslakista, nokkuð sem Níels árni lagði áherslu á í fjölmiðlum.
Þangað átti ekkert að geta ratað nema á vængjum gegnheils hæfileikaskorts í
listrænum efnum og eftir að hafa í þokkabót þverneitað að uppfræða áhorf-
endur um nokkurn skapaðan hlut. En sú varð auðvitað ekki raunin. Bann-
listinn reyndist ósamkynja registur hvurs innri rökvísi var illgreinanleg;
engin merki voru um að einhver sérstök siðferðisleg sýn stýrði valinu eða
að samræmdur lestur á lagabókstafnum hefði verið hafður að leiðarljósi. Í
flestum tilvikum eru bönnuðu myndirnar ódýrar braskmyndir, Russ Meyer
kemur við sögu á listanum, það gerir Roger Corman líka og jesús Franco.
Kviðristumyndir eru áberandi, allar Friday the 13th myndirnar sem komið
höfðu út þegar listinn var birtur, eða fyrstu fjórar, eru t.a.m. bannaðar. Þá
vakti það nokkra athygli að bandarískt hefndarinnlegg í grein framhalds-
skólamyndarinnar Class of 1984 (Mark l. lester, 1982), skyldi rata á listann,
enda eftirminnilegust fyrir þá tilgátu að villingar framtíðarinnar yrðu pönk-
arar, en myndin kom út um það leyti sem pönkið rann sitt skeið. Það sem
sumum fannst einkennilegt var að nokkru fyrr hafði myndin verið tekin til
almennra sýninga í Bíóhöllinni í álfabakka og um hana fjallað (að vísu án
hrifningar) í dagblöðum, allt án þess að nokkur kippti sér upp við myndina
eða hefði orð á spillingarmætti hennar.
Ekki þarf í sjálfu sér að koma á óvart að myndir sé að finna á listan-
um sem þekktar voru á þessum tíma og umdeildar, The Last House on the
Left (Wes Craven, 1972), I Spit on Your Grave (Meir Zarchi, 1978), Cannibal
114 árni Þórarinsson, „Eru myndbandabrennur nauðsynlegar?“, bls. 20.
115 Blaðamaður NT skrifar í forundran um bannlistann og tekur undir með árna Þórar-
inssyni um Visiting Hours, og á lesendasíðu DV er tilkynnt að „ein fokreið“ hafi
hringt til að kvarta undan því að sama mynd hafi verið bönnuð, „ofbeldið í henni
er minna en í Tomma og jenna“ vildi sú reiða meina. „j.Þór“, „Bannlistinn“, bls. 5;
„Ein mynd ekki heima á listanum“, DV, 26. febrúar 1985, bls. 12.