Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 54
uppHAF KViKmYNDAALDAR á ÍSLANDi
53
Nöggerath kom til landsins með breskum togara í september. Við kom-
una hitti hann kennara nokkurn sem gat gefið honum ýmis ráð og stutta
landkynningu og svo fór að kennarinn fékk nemanda sinn til að taka að sér
hlutverk leiðsögumanns fyrir Nöggerath og vera ráðgjafi á ferðum hans
um landið. Nöggerath fékk næturgistingu í því sem hann kallaði eina hótel
bæjarins og dvaldi þar í nokkra daga, meðal annars til að gera áætlun fyrir
ferðina og að verða sér úti um fararskjóta. Eftir að hafa keypt hesta og æft
sig aðeins á þeim hófu þeir félagar svo reisuna og héldu saman á Þingvelli.35
Nöggerath lýsti heimsókn sinni til Íslands nokkuð ítarlega í viðtölum
sem birtust í hollenska tímaritinu De Kinematograf á árstímabili, 1918-1919,
og telja í heildina 16 hluta, en þó hafa ekki allir þeirra fundist.36 Þá hefur
fræðimaðurinn ivo Blom tekið frásögnina saman í grein sem ber heitið
,,Fyrsti kvikmyndatökumaðurinn á Íslandi: Ferðamyndir og ferðabók-
menntir“ ásamt því sem hann þýddi viðtölin við Nöggerath yfir á ensku og
birti með formála í greininni ,,Chapters from the life of a camera operator.
The recollections of Anton Nöggerath – Filming news and non–fiction,
1897-1908“. Í frásögn sinni talar Nöggerath lítið um heimsóknina til Þing-
valla og ólíklegt er að hann hafi tekið upp efni þar. Það sama má segja um
Heklu sem honum þótti vera mikil vonbrigði, enda allt með kyrrum kjörum
á þeim bænum og lítið markvert til að festa á filmu. Aðra sögu er að segja
af dvöl Nöggeraths við Geysi í Haukadal, þar sem hann, á þriðja degi, náði
myndum af öflugu gosi sem hann segist hafa sloppið frá nær dauða en lífi
vegna mikils gufustróks sem fylgdi gosinu.37
Eftir ævintýrið við Geysi kláraði Nöggerath Gullna hringinn við Gull-
foss, en þar sem þegar voru til myndir af Niagarafossum þá vissi hann að
áhorfendur hefðu lítinn áhuga á Gullfossi sem myndefni. áfram var þó
haldið og var næsti leggur tveggja daga ferðalag til að ná myndum af smala-
kvæmt Írisi voru veiðar, fiskvinnsla, hverir og nýting þeirra viðfangsefni sem finna
má í flestum Íslandsmyndum allt frá upphafi þeirra til dagsins í dag og þetta voru
einmitt sömu áherslur og Nöggerath var með í sínum upptökum af landi og þjóð.
Þannig setti hann tóninn fyrir það sem koma skyldi í sýn erlendra áhorfenda á Íslandi
og síðar áherslum í markaðssetningu á landinu og menningu þess. Íris Ellenberger,
Íslandskvikmyndir 1916-1966: Ímyndir, sjálfsmynd og vald, Reykjavík: Sagnfræðistofnun
Háskóla Íslands, 2007, bls. 171. Einnig tengir Björn Ægir Norðfjörð myndir Nögge-
raths við Íslandsmyndir í Björn Ægir Norðfjörð, ,,Íslensk kvikmyndagerð: þjóðlegar,
þverþjóðlegar og loks alþjóðleg“, Frændafundur 8, ritstj. Turið Sigurðardóttir og
maría Garðarsdóttir, Þórshöfn: Fróðskapur, 2015, bls. 303-324.
35 ivo Blom, ,,The First Cameraman in iceland“, bls. 71.
36 ivo Blom, ,,Chapters from the Life of a Camera operator“, bls. 263.
37 ivo Blom, ,,The First Cameraman in iceland“, bls. 72-74.