Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 59
GuNNAR TómAS KRiSTóFERSSoN
58
undir því stóð ekki aðeins ,,Royal Biokosmograph Edisons“ heldur hafði
slagorðinu ,,lifandi ljósmyndir“ verið bætt aftan við nafn búnaðarins, líkt og
til útskýringar og einföldunar.55
prógramm Hallseths og Fernanders samanstóð af myndum sem þeir
höfðu sankað að sér og meðal annars pantað frá Bretlandi, enda mikið um
myndir tengdum Bretlandseyjum á sýningum þeirra á Íslandi. Samkvæmt
auglýsingum og fréttum af sýningunum voru eftirfarandi myndir á dag-
skránni og birtast þær hér með þeim titlum sem þær voru kynntar með í fjöl-
miðlum enda erfitt að finna titlana á upprunalega málinu: Ferðin til tunglsins,
Myndir frá dýragarðinum í Lundúnum, Myndir frá Búa-stríðinu, Krýning Ját-
varðar VII konungs, Skemmtileg saga, Prófessorinn og simpansinn, Stórkostlegar
töfraheimssýningar úr 1001 nótt, Mefistofeles í klaustrinu, Oscar II hleypt af
stokkunum í Glasgow, Töfrasverðið, Snjókastið og Baðið í Mílanó ásamt mörgum
fleiri sem ekki var minnst sérstaklega á. Þá voru skuggamyndir einnig með í
för, en með þeim gátu Hallseth og Fernander sýnt landslagsmyndir frá Nor-
egi og myndir af merkum mönnum, meðal annars af skáldunum matthíasi
Jochumssyni, Björnstjerne Björnson og Henrik ibsen ásamt óskari Svía-
konungi.56 Sýningarnar höfðuðu strax sterklega til Íslendinga og af umfjöll-
unum fjölmiðla að dæma voru það helst gamanmyndirnar sem náðu til fólks
en um þær var skrifað í Fjallkonuna:57
Virtust þær einna bezt skemta áhorfendunum, því að „iðnó“ gnötr-
aði af hlátri manna og klappi; enda var það ekki að ástæðulausu;
þær voru allar hver annari betri.58
Vegna fjölda áskorana voru svo sérstakar barnasýningar haldnar, enda heill-
uðu lifandi myndirnar yngstu kynslóðina, ekki síður en fullorðna.59 Eggert
Þór fer yfir viðbrögð Íslendinga við heimsókn tvímenninganna og minnist
sérstaklega á umfjöllun í Ingólfi þar sem kvartað var yfir því að myndefnið
væri farið að láta sjá á.60 Í umfjölluninni í Ingólfi var ritað:
55 Ingólfur, 26. 07. 1903, bls. 80.
56 ,,myndasýningar“, Vestri, 11. 07. 1903, bls. 142-143, hér bls. 142. Spectator,
,,myndasýning“, Fjallkonan, 28. 07. 1903, bls. 119.
57 Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi mynda“, bls. 803.
58 Fjallkonan, 28. 07. 1903, bls. 119, fengið úr Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám
lifandi mynda“, bls. 803.
59 Ísafold, 29. 07. 1903, bls. 192.
60 Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi mynda“, bls. 804.