Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 227
HJALTI HugASOn
226
þess að standa vörð um hefðbundin landsréttindi Íslendinga en þau tryggðu
hagsmuni þeirra sjálfra betur en efling konungsvaldsins. Á Íslandi reyndi
þó meira á aðra þætti samfélagsþróunarinnar þar sem fremur má greina
áhrif frá Lúther og siðbótinni. Er þar átt við hugmyndafræðina um samfélag
hinna þriggja valdsstétta, presta, yfirvalda og húsbænda.
Samfélagshugmyndir Lúthers má m.a. lesa út úr Fræðunum minni sem
lágu til grundvallar trúarlegri alþýðufræðslu um aldir, fyrst ein og sér en
síðar sem fyrirmynd annarra uppfræðslu- og fermingarkvera. Strax í formála
þeirra skilgreindi Lúther hlutverk hverrar valdsstéttar um sig m.t.t. upp-
fræðslunnar. Prestar báru þar mesta ábyrgð en þeir áttu að leiða fræðsluna
og var það mikilvægasta hlutverk þeirra.76 Húsbændur, þ.e. foreldrar sem
einnig báru þó ábyrgð á hjúum ef því var að skipta, áttu þó að annast viða-
mikla þætti fræðslunnar hver á sínu heimili. Auk þess áttu þeir að hirta þá
sem þverskölluðust við að taka fræðslu með því að synja þeim um mat og
drykk. Loks áttu veraldlegu yfirvöldin að taka við þar sem húsbóndavaldinu
sleppti og vísa hinum þverúðugu úr landi.77 Lúther hefur því litið á trú-
fræðsluna sem veigamikinn hluta af samfélagsskipaninni en hún var aftur á
móti hluti af sköpunarreglu guðs.
Í svokölluð „Hússpjaldi“ aftast í Fræðunum er síðan að finna valda ritn-
ingarstaði „[…] fyrir hvers kyns heilaga skipan og stétt, svo að sérhver maður
við eigin lestur minnist sjálfur á skyldur embættis síns og þjónustuverka“.78
Þar voru biskupar minntir á þær kristilegu dyggðir sem þeim bar að sýna.
Veraldlegir valdsmenn voru minntir á að skylda þeirra við guð fælist í að
refsa þeim sem illt fremdu og halda uppi reglu í samfélaginu. Eiginmönnum
var bent á að þeim bæri að sýna konum sínum nærgætni en eiginkonum að
þær ættu að vera mönnum sínum eftirlátar. Hjón er stóðu fyrir eigin heimili
voru jafnframt húsbændur og tilheyrðu hér á landi almennt bændastétt. Sem
foreldrar áttu þau að aga börn sín en varast að reita þau til reiði og svipuðu
máli gegndi varðandi hjúin. Hverjum og einum bar svo að vera yfirboðuðum
valdsstéttum hlýðinn. Ríkust var sú krafa þegar börn eða þjónar, þernur, dag-
launamenn og verkafólk átti í hlut.79 Hér á landi átti sú upptalning við hjúin
76 Marteinn Lúther, „Fræðin minni“, Marteinn Lúther: Úrval rita 2, aðalþýðandi gunnar
Kristjánsson sem jafnframt bjó ritin til útgáfu, ritstj. Arnfríður guðmundsdóttir
o.a., Reykjavík: nefnd um fimm alda minningu siðbótarinnar, Skálholtsútgáfan,
2018, bls. 277–301, hér bls. 280–284.
77 Sama rit, bls. 281, 282–283, 287–298.
78 Sama rit, bls. 298.
79 Sama rit, bls. 298–301. Sjá og „Fræði Lúthers minni“ í Einar Sigurbjörnsson,
Kirkjan játar, 2. útgáfa aukin og endurbætt, Reykjavík: Útgáfan Skálholt, 1991, bls.