Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 150
„TvEGGJa Hæða HÚS Á BESTa STað Í BænUM“
149
óþökk beggja kvennanna; Guy þýtur yfir til tveggja norna sem búa í næstu
íbúð við Woodhouse hjónin til að flytja þeim tíðindin þegar Rosemary er
rétt komin um sex vikur á leið og meðganga Bjargar er komin jafnlangt á
veg þegar Pétur lekur því í Ásu „vinkonu“ að von sé á erfingja. Hann sviptir
þar með Björgu því að „segja mömmu og pabba þetta fyrst“. Björg verður
smám saman algerlega einangruð og valdalaus líkt og þjáningarsystir hennar
í kvikmynd Polanskis, ekki síst vegna meðgöngunnar.44
Í þessu samhengi skiptir einnig máli að vinna Bjargar fer fram í þögn á
meðan ærandi hávaði fylgir stundum vinnu Péturs, en hann stýrir lúðrasveit
ungmenna í tónlistarskóla.45 Björg er táknmálskennari og starfar með heyrn-
arlausum börnum, en þögnin sem fylgir starfi hennar dregur fram valda-
ójafnvægið í sambandinu.46 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir gerir þögnina að
umræðuefni í nýlegri grein um ljóð Öldu Bjarkar valdimarsdóttur. Hún
segir: „Á vesturlöndum er aldalöng hefð fyrir því að líta á þögn og hljóð
sem andstæður og tengja tal/ rödd (e. voice) virkni en þögn valdaleysi“.47
Einnig má nefna að sálgreinarnir nicholas abraham og Maria Torok tengja
hugmyndina um vofuna (e. phantom) þögninni náið, það er að segja vofan
er það sem er ósagt.48 Trámafræði í samtímanum fjalla einnig um hið óyrta,
eins og rætt verður hér á eftir. En fyrst skal vikið að sjálfu leyndarmálinu sem
44 nefna má að Wendy í The Shining er í svipaðri stöðu, hugmyndin um fjölskylduna
er eitt af því sem heldur henni fanginni í húsinu í Colorado fjöllum. Jack reynir
kerfisbundið að eyða grunsemdum hennar um að eitthvað dularfullt sé á seyði á
Overlook-hótelinu og hún fellst á það – ekki síst vegna barnsins dannys.
45 Ýkt valdastaða Péturs á heimilinu birtist jafnvel á fremur írónískan máta þegar Björg
les Ég um mig frá mér til mín eftir nafna kærastans, Pétur Gunnarsson, uppi í rúmi.
46 Þess má geta að Húsið er fyrsta kvikmyndin þar sem persónur tala íslenskt táknmál.
Sjá Tómas valgeirsson, „Undarlegir atburðir í draugahúsinu við Ásvallagötuna“, DV
20. maí 2018, sótt 28. maí 2019 af https://www.dv.is/fokus/menning/2018/05/20/
draugahusid-vid-asvallagotuna-stendur-enn/.
47 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „„Orðin laðast að henni eins og skortur“. Um fyrsta
hluta ljóðabókarinnar Við sem erum blind og nafnlaus“, Ritið, 2/2018, bls. 139–158,
hér bls. 140.
48 nicholas abraham og Maria Torok, The Shell and the Kernel, vol. 1, ritstj. nicholas
Rand, London: University of Chicago Press, 1994, bls. 168. The Shell and the Kernel
er þýðing Rands á verkum Ungverjanna abrahams og Torok. Þau lögðu mikið til
sálgreiningarinnar, einkum frá sjötta áratug síðustu aldar til þess áttunda. Fyrsta
bindi bókarinnar er að mestu byggt á klínískum rannsóknum, en abraham og Torok
tengja hugmyndir sínar einnig bókmenntum og heimspeki. Í ritinu bæði gagnrýna
þau Freud og þróa kenningar hans áfram og hafa búið til túlkunarkerfi sem hefur
verið notað til greiningar á því sem ekki er hægt að orða – leyndarmálunum sem
ekki eru nefnd á nafn – á ýmsum sviðum, sálfræði, bókmenntafræði og heimspeki
svo eitthvað sé nefnt.