Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 15
BJöRN ÞóR VILHJÁLmSSON
14
kvikmyndir skrifa þegar að áðurnefndum kvikmyndaformum kemur og von-
andi verður þess ekki langt að bíða að rannsóknir á sögu þeirra, eigindum og
eiginleikum líti dagsins ljós.28
Íslensk kvikmyndafræði
Almennt má segja að um íslenska kvikmyndasögu, kvikmyndagerð og kvik-
myndamenningu hafi heldur lítið verið skrifað. Heimur kvikmyndanna, er
út kom árið 1999 í ritstjórn Guðna Elíssonar, er sennilega ennþá viðamesta
birting á vettvangi íslenskra kvikmyndafræða, og það þótt aðeins einn bók-
arhluti af fjórum lúti að íslenskum kvikmyndum. Í bókinni er t.a.m. að finna
lykilgrein Eggerts Þórs Bernharðssonar um fyrstu áratugi íslenskrar kvik-
myndamenningar, en þar gefur jafnframt að líta greinar eftir Erlend Sveins-
son, Jón Karl Helgason, Arnald Indriðason, Skarphéðin Guðmundsson og
fleiri um íslenska kvikmyndasögu. Viðfangsefni greinanna er þó jafnan af-
markað, og nær allar gera þær íslenska kvikmyndasögu fyrir stofnun Kvik-
myndasjóðs árið 1978 að viðfangsefni. Árið 2005 ritstýrði Guðni Elísson
greinasafninu Kúreki norðursins: Kvikmyndaskáldið Friðrik Þór Friðriksson, og
birtust þar eins og nafnið gefur til kynna fræðigreinar um kvikmyndagerð
Friðriks Þórs. má hér jafnframt nefna bók Björns Ægis Norðfjörð um Nóa
Albinóa (2003) eftir Dag Kára sem út kom árið 2010 í ritröðinni Nordic Film
Classics.
Fræðigreinar hafa skotið upp kollinum annað slagið í íslenskum fræði-
ritum, einkum Ritinu, og erlendum greinasöfnum. Doktorsritgerð Björns
Ægis Norðfjörð er umfangsmesta samfellda umfjöllunin um íslenskar kvik-
myndir sem enn hefur verið rituð, en hún er óbirt. Þess ber þó að geta í
þessu samhengi að á umliðnum fimmtán árum hefur Björn Ægir umfram
aðra sinnt rannsóknum á íslenskum kvikmyndum og kaflar úr doktorsritgerð
hans hafa birst á greinarformi, auk annarra skrifa um efnið.
Ofantaldri umfjöllun er auðvitað ekki ætlað að vera tæmandi úttekt á
íslenskri kvikmyndafræði eða fræðilegum skrifum um íslenskar kvikmyndir,
fjarri því. En hún kann að undirstrika þá staðreynd að fjölmargt er enn
óunnið í rannsóknum á íslenskri kvikmyndagerð, menningu og sögu. Það
er ekki síst í því ljósi sem það er sérstaklega ánægjulegt að þetta hefti Ritsins
sé helgað íslenskum kvikmyndum og greinarnar fjórar sem birtast að þessu
28 Hér er rétt að geta greinar Björns Ægis Norðfjörð um íslenskar heimildarmyndir,
„Einsleit endurreisn: Íslenskar heimildamyndir á nýrri öld“, Saga 2/2008, bls. 114-
149.