Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 180
ÞýðINGAR, ÞjóðARBÍó oG HRIFmAGN
179
Redvall og Ib Bondebjerg, 2015), Ung og saklaus? Kvikmyndir í Bretlandi,
1896-1930 (2002), Breska bíóið, fortíð og samtíð (með justine Ashby, 2000),
Bíó-Evrópa og Bíó-Ameríka: Kvikmyndir, verslun og menningarsamskipti 1920-
1939 (með Richard maltby, 1999), og Hverfular sýnir: Lykilskrif um breska
bíóið (1996).12 Þá hefur Higson stýrt umfangsmiklum verkefnum á sviði
kvikmyndamenningar og kvikmyndagerðar. má þar nefna „Handan fjöl-
salabíósins: Áhorfendur sértækra kvikmynda í landshlutum Englands“, en
það er rannsóknarverkefni sem beinir sjónum að kvikmyndamenningu utan
stórborga og spyr hvernig auka megi aðgengi áhorfenda að kvikmyndum
sem liggja handan meginstraumsins. Þar er átt við minni og ódýrari myndir
sem öllu jafnan er ekki dreift jafn víða og „stærri“ markaðsmyndum, svo-
kallaðar „óháðar“ og „erlendar“ myndir, heimildarmyndir og efni úr kvik-
myndasöfnum, svo nokkuð sé nefnt.13 Nýjasta verkefnið sem Higson er í
forsvari fyrir nefnist „XR Sögur: Framsæknar lausnir varðandi skjáfrásagnir
á tímum gagnvirkni og alhliða einbeitingar“, sem er samstarfsverkefni Há-
skólans í York, Screen Yorkshire og British Film Institute. Þar er stefnt að
því að virkja svæðisbundna framleiðendur myndefnis á ýmsum sviðum, þ. á
m. í kvikmyndum og tölvuleikjum.14
Higson hefur eins og sjá má af framantöldu birt mikið um breska kvik-
myndagerð og kvikmyndasögu, allt frá þögla skeiðinu til samtímans. Þá má
segja að hugmyndin um þjóðarbíó, og kannski ekki síður þverþjóðlega bíó-
ið, sé einn af hornsteinunum í fræðastarfi Higsons. Hann var raunar afar
miðlægur í fræðaumrótinu í aðdraganda árþúsundamótanna þegar hug-
takið „þjóðarbíó“ var endurnýjað og virkjað með kraftmiklum hætti til að
hugsa um og greina kvikmyndamenningu samtímans. Greinin „Hugmyndin
um þjóðarbíó“, sem birtist í tímaritinu Screen árið 1989, er í því sambandi
tional Cinema in Britain, oxford: oxford University Press, 1995.
12 European Cinema and Television: Cultural Policy and Everyday Life, ritstj. Andrew D.
Higson, Eva Novrup Redvall og Ib Bondebjerg, Houndmills: Palgrave macmillan,
2015; Young and Innocent? The Cinema in Britain, 1896-1930, ritstj. Andrew D. Hig-
son, Exeter: University of Exeter Press, 2002; British Cinema, Past and Present, ritstj.
Andrew D. Higson og justine Ashby, london: Routledge, 2000; Film Europe and
Film America: Cinema, Commerce and Cultural Exchange, 1920-1939, ritstj. Andrew
D. Higson og Richard maltby, Exeter: Exeter University Press, 1999, og Dissolving
Views: Key Writings on British Cinema, ritstj. Andrew D. Higson, london: Cassell,
1996.
13 Verkefnið nefnist „Beyond the multiplex: Audiences for Specialised Film in English
Regions“, og um það má finna frekari upplýsingar á Beyondthemultiplex.net.
14 „XR Stories: Innovations in Screen Storytelling in the Age of Interactivity and Im-
mersion“, sjá nánar hér, https://xrstories.co.uk/.