Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Side 117
BjöRN ÞóR VilHjálMSSoN
116
vitað [væru] á þessum lista „viðbjóðslegar“ myndir sem gott er að losna við
af markaðnum“.104
Frá febrúarmánuði og fram á sumar þetta ár sýndu fjölmiðlar Níelsi
árna lund umtalsverðan áhuga og tóku borgarblöðin flest viðtöl við hann,
nokkur oftar en einu sinni. undirliggjandi (hógværa og kurteisa) kröfu má
oft greina í viðtölunum þess efnis að Níels réttlæti starf Kvikmyndaeftirlits-
ins og þá sérstaklega beitingu bannvaldsins. Í svörum sínum lagði forstöðu-
maður Kvikmyndaeftirlitsins jafnan áherslu á að algjör „samhugur“ hafi ríkt
meðal nefndarmanna um allar þær myndir sem bannaðar voru, og leitaðist
þannig hugsanlega við að ljá úrskurðum Kvikmyndaeftirlitsins aukið vægi.105
Þegar spurt er um gildismatið sem stuðst sé við þegar mynd er bönnuð svar-
ar Níels jafnan með áþekkum hætti og hann og aðrir gerðu tveimur árum
fyrr í umræðum um lagafrumvarpið. áhersla er lögð á skort á söguþræði og
því haldið fram að myndirnar sem eru bannaðar séu lítið annað en röklausar
ofbeldisfléttur. Tækifæri sem gefast til að lýsa völdum grimmdar- og ofbeld-
isatriðum eru gripin og geta þær runur oft verið skrautlegar.106 Þannig er
jafnframt haldið fast í þá hugmynd að ákvæði laganna um listgildi og upplýs-
ingagildi flæki matsferlið ekki svo nokkru nemi þar sem bannlistamyndirnar
104 j. Þór, „Bannlistinn“, NT, 22. febrúar, 1985, bls. 5.
105 Sjá til dæmis „Við þurfum tíma til aðlögunar“, NT, 8. mars 1985, bls. 6. „Samhugur-
inn“ sem Níels leggur áherslu á var að minnsta kosti að hluta uppspuni. Þegar gagn-
rýni tekur að heyrast varðandi bannlistaval Kvikmyndaeftirlitsins, og rökstuðnings
er krafist í tilviki ákveðinna kvikmynda, kemur nokkrum sinnum fram að einmitt
hafði verið deilt um þessar myndir, og nefndarmenn með skiptar skoðanir. Hér er
m.a. um myndirnar Scanners (David Cronenberg, 1981) og Class of 1984 (Mark l.
lester, 1982) að ræða.
106 Spurður af blaðamanni hvort Kvikmyndaeftirlitið sé strangt í dómum sínum svarar
Níels árni neitandi, og bendir á að ávallt sé horft til heildaruppbyggingar við-
komandi mynda. Til að skýra hvað átt er við með byggingarhugtakinu leggur hann
með tilþrifum útaf greinareinkennum bannlistamynda: „Ég get nefnt sem dæmi að í
þessum myndum er mikið um geðtruflanir, börn eru notuð til voðaverka, djöfullinn
er látinn ganga aftur í börnum, enginn skilsmunur gerður á lífi og dauða, tré eru
látin nauðga konum, afhöggnar hendur kyrkja fólk og svo má lengi telja, því óraun-
veruleikinn er allsráðandi. Þessar ofbeldismyndir skiptast í rauninni í nokkra þætti.
Dæmi: Brjálaður maður gengur laus og drepur fjölda manns eða þá að hópur manna
fremur voðaverk, nauðgar konum, brennir hús og drepur fólk o.s.frv. og annað
dæmi eru svo „framtíðarmyndir“ svokallaðar þar sem menn deyða fólk eins og dýr
og skjóta það sér til skemmtunar. og enn annað dæmi eru myndir þar sem veirur
stækka inn í fólki og tæta það í sundur á ógeðslegasta máta og fleira mætti nefna sem
sýnir að það eru ákveðnar tegundir af þessum myndum.“ ómar Friðriksson, „Vona
að við komumst heil heilsu úr þessu“, Helgarpósturinn, 21. febrúar 1985, bls. 11.