Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 75
BjöRN ÞóR VilHjálMSSoN
74
En þótt barnaverndarsjónarmið hafi verið áberandi í gagnrýninni sem
kom fram um siðspillingu kvikmynda á fyrstu áratugum tuttugustu ald-
arinnar, og átt drjúgan þátt í að skipulögðu eftirliti með myndefni kvik-
myndahúsanna var komið á laggirnar, væri varhugavert að missa sjónar á
því víðtæka menningarlega umróti sem fylgdi tilkomu kvikmyndamiðilsins.
Kvikmyndin var fyrsta listformið sem grundvallaðist alfarið á nútímatækni,
enda var henni upphaflega tekið sem tækniundri eða vísindatæki, fremur en
listformi.13 Þá þótti form kvikmyndarinnar og tæknileg umgjörð kallast með
býsna sérstæðum og knýjandi hætti á við upplifun fólks af breyttum lifn-
aðarháttum í nútímanum; hraði og sjónrænt „áreiti“ kvikmynda endurspegl-
aði ys og þys stórborgarlífsins á meðan mátturinn til að umbreyta tíma og
rúmi í sveigjanleg hugtök með klippitækninni kallaðist á við framsæknustu
hugmyndir tímabilsins í vísindum og heimspeki (afstæðiskenningu Alberts
Einsteins mætti nefna hér, sem og kenningar Henri Bergsons um tíma og
minni).14
En samhliða þessu var mikið rætt um seiðmagn og áhrifamátt lifandi
mynda og var það jafnan tengt því hversu mjög þeim svipaði til veruleikans
í krafti eftirlíkingamáttar ljósmyndatækninnar. Í The Rise of the Image, the
Fall of the Word rekur Mitchell Stephens sögu viðhorfa í garð ímyndarinnar,
sem lituðust nær ávallt af fjandskap, og segir m.a. „af auðskiljanlegum og
skemmtilegum ímyndum steðjaði augljóslega sú ógn að þær lokkuðu fólk
frá djúpvitrum og vitsmunalegum skilaboðum trúartexta og heimspekilegrar
orðræðu“.15 Tælingarmáttur kvikmynda þótti hins vegar taka forverum
Althingi.is, sótt 1. júlí 2019 af https://www.althingi.is/altext/althingistidindi/
l046/046_thing_1933_B_umraedur_samthykkt.pdf.
13 um þetta má lesa í Devices of Wonder: From the World in a Box to Images on a Screen
eftir Barbara Stafford (los Angeles: getty Publications, 2006). Í Stríð og kvikmyndir
dregur franski „hraðafræðingurinn“ Paul Virilio fram samspil stríðsreksturs og
framþróunar sjónrænnar tækni og tengir þannig rökvísi og þróun „listmiðla“ eins
og kvikmyndarinnar við hagsmuni stríðandi heimspólitískra fylkinga, en má þar sjá
dæmi um hvernig kvikmyndin var flutt úr menningardálkinum aftur á upphafsstað,
og lesin sem vísindatæki. Sjá Paul Virilio, Stríð og kvikmyndir: Aðdrættir skynjun-
arinnar, þýð. Bergljót S. Kristjánsdóttir, Elísabet Snorradóttir, Friðrik Rafnsson,
gauti Kristmannsson og gunnar Harðarson, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun
Háskóla Íslands, 2003.
14 Þess má geta í framhjáhlaupi að árið 2016 kom út bókin The Physicist and the Philo-
sopher: Einstein, Bergson, and the Debate That Changed Our Understanding of Time eftir
jimena Canales (Princeton: Princeton university Press) þar sem hugmyndum tví-
menninganna og deilum þeirra eru gerð skil.
15 Mitchell Stephens, The Rise of the Image, the Fall of the Word, New York og oxford:
oxford university Press, 1998, bls. 22.