Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 158
„TvEGGJa Hæða HÚS Á BESTa STað Í BænUM“
157
þannig um að vekja upp vofur, í víðasta skilningi orðsins.70 Samkvæmt skil-
greiningu abrahams og Torok verður óbærileg sorg til þess að táknræn
hvelfing verður til innra með einstaklingnum, nokkurs konar leynigröf þess
sem viðkomandi hefur misst. vofan sem dvelst í hvelfingunni ásækir og
gagntekur þann þjáða. Tráma getur því verið fólgið í allri reynslu sem ekki
er unnt að vinna úr í huganum; þannig að sá sem verði fyrir áfallinu geti
ekki hugsað, yrt eða tákngert vanlíðan sína á nokkurn uppbyggilegan og
meðvitaðan hátt. Tráma er þar af leiðandi einangrað í sálarlífinu og veldur
því að hluti af sjálfinu klofnar frá. viðbrögð við tráma eru að viti abrahams
og Torok þau að hluti sjálfsins fellur utan þekkingar einstaklingsins. Trámað
verður að leyndarmáli sem líkja má við myrkvað svæði í huganum. Reynslan
líkist því að vera hýsill fyrir ókunna veru; eitthvað hið innra hrindir af stað
óútskýranlegum tilfinningum.71
nýlegar trámarannsóknir taugafræðinga styðjast ekki síður við gotneskt
myndmál en sálgreiningin, enda má kannski segja að heilinn sé stærsta reim-
leikahúsið hvort sem menn kjósa að hugsa um hugarstarfið eftir brautum sál-
greiningarinnar eða hafa taugavísindin að leiðarljósi.72 Geðlæknarnir Bessel
van der Kolk og Onno van der Hart eru meðal þeirra sem einna helst hafa
rannsakað tráma í samtímanum og byggja kenningar sínar ekki síst á rann-
sóknum á sviði taugafræðinnar þar sem notast er við segulómun. Bergljót
Soffía Kristjánsdóttir hefur rætt um kenningar van der Kolk og van der Hart
í grein um skáldskap Álfrúnar Gunnlaugsdóttur. Hún vísar til skilgreiningar
þeirra á trámatísku minni og segir það vera „minni um atburð sem hefur
orðið tiltekinni persónu áfall“.73 Hún segir jafnframt að tráma gæti orðið
in Literary and Cultural Studies. Vol III, ritstj. Jonathan Culler, new York: Routledge,
2003, bls. 22–23.
70 david Punter, „introduction, The Ghost of a History“, A New Companion to the
Gothic, UK: Blackwell Publishing, 2012, bls. 1–11, hér bls. 2.
71 Maria Yassa, „nicolas abraham and Maria Torok – the inner crypt“, The Scandinavi
an Psychoanalytic Review, 25/2002, bls. 82–91, hér bls. 82. Bæði abraham og Torok
lifðu bæði af helförina í síðari heimsstyrjöldinni og því ef til vill engin hending að
tráma og eftirmálar þess í mannshuganum yrði miðlægt í rannsóknum þeirra.
72 Þess ber að geta að sálgreinendur eru enn í dag að rannsaka tráma og samtal á
sér stað á milli sálgreinenda og taugafræðinga. Sjá t.d. Tamara Fischermann, Russ
Michael o.fl., „Trauma, dream and psychic change in psychoanalyses: a dialog
between psychoanalysis and the neurosciences“, Frontiers in Human Neuroscience,
7/2013, bls. 1–15, sótt 6. ágúst 2019 af https://www.frontiersin.org/article/10.3389/
fnhum.2013.00877.
73 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „óvistlegar herbergiskytrur. Um rými og annan
hluta bókarinnar Af manna völdum“, Hug/raun. Nútímabókmenntir og hugræn fræði,