Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 231
HJALTI HugASOn
230
vígðust þó ekki undir reglu gætu líka hafa hlotið verðug hlutverk við klaustur
og ekki talist til réttra og sléttra hjúa. Loks má ætla að klaustrin hafi þjónað
nokkru hlutverki sem athvarf fyrir þær konur sem hvað verst voru settar í
samfélaginu hvað sem efnahag þeirra áhrærði en áttu eftir lokun klaustranna
í enn færri hús að venda.90 Endalok klaustranna hafði þó vart nokkur áhrif á
stöðu alls þorra kvenna.91
Eftir að klaustrin höfðu verið lögð niður má ætla að formlegum tæki-
færum kvenna til æðri mennta hafi fækkað þótt sá kostur hafi aldrei staðið til
boða nema fáum konum af hverri kynslóð. Þó er vitað um sjö konur á 17. öld
sem kunnu og kenndu latínu.92 Þá er og vitað um konur sem töluðu ensku og
þýsku. Eftir siðaskiptin voru biskupsfrúr og dætur biskupa æðstar íslenskra
kvenna. Er hinna lærðu kvenna m.a. að leita í þeirra hópi. Athyglisvert er
þó að flestar komu þær samt úr umhverfi óbreyttra presta. Hlutur þessara
kvenna réðst þó eins og löngum af tengslum þeirra við karla, eiginmenn
sína og feður. Halldóra guðbrandsdóttir (1574–1568) er sérstæður fulltrúi
þessa hóps. Hún er þó frekar þekkt fyrir veraldleg umsvif sín en menntun.
Hún fór með forræði Hólastóls síðustu árin sem faðir hennar lifði og þar til
eftirmaður hans tók við og við hana er kirkja sú kennd sem reist var eftir að
Hóladómkirkja fauk meðan guðbrandur lá í kör sinni.93 Að þessu leyti hefur
staða hennar verið áþekk stöðu abbadísanna á klausturtímanum.
Af því sem hér er sagt má ráða að menntunarmöguleikar kvenna á bók-
lega sviðinu þurfa ekki að hafa breyst róttækt við siðaskipti.94 Á hinn bóginn
Auður Ísleifsdóttir, „Hugleiðingar um menntun kvenna í kaþólskum og lútherskum
sið“, Glíman sérrit 1, 2010, bls. 169–181, hér bls. 171–172, 180. Vilborg Auður
Ísleifsdóttir, „Hefðarfrúr og almúgakonur á 16. öld“, Kvennaslóðir: Rit til heiðurs
Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi, ritstj. Anna Agnarsdóttir o.a., Reykjavík:
Kvennasögusafn Íslands, 2001, bls. 260–272, hér bls. 267–269.
90 Biskupsstólarnir virðast hafa gegnt svipuðu hlutverki. Vilborg Auður Ísleifsdóttir,
„Hefðarfrúr og almúgakonur“, bls. 268–270.
91 Arnfríður guðmundsdóttir, „Lúther og konurnar“, bls. 16–17.
92 Sigurður Pétursson, „Voru til lærðar konur, feminae doctae, á Íslandi?“, Skírnir 175:
vor/2001, bls. 67–82, hér bls. 73–79.
93 Inga Huld Hákonardóttir, „Biskupsfrúr: staða og hlutverk“, Frá siðaskiptum til
upplýsingar, Kristni á Íslandi III, ritstj. Hjalti Hugason, Reykjavík: Alþingi, 2000,
bls. 131–132. Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Hugleiðingar um menntun kvenna“,
bls. 178–179. Sigurður Pétursson, „Voru til lærðar konur“, bls. 73–79. Hugsanlega
gegndi Helga Sigurðardóttir, fylgikona Jóns Arasonar, svipuðu hlutverki meðan á
vígsluferð hans stóð. Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Hefðarfrúr og almúgakonur“, bls.
262.
94 Sjá þó Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „Hugleiðingar um menntun kvenna í kaþólskum
og lútherskum sið“, Menntun og menning í Skálholtsstifti 1620–1730, ritstj. Kristinn
ólason, Skálholti: grettisakademían, 2010, bls. 169–181, hér bls. 180–181.