Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 78
„TAuMlAuST BlóðBAð áN liSTRæNS TilgANgS“
77
ar.22 Í augum þeirra er vildu vernda íslenskt þjóðfélag fyrir spillingaráhrifum
nútímans voru kvikmyndir gjarnan á markskífunni miðri. Halldór laxness
hefur ritgerð sína um Hollywood í Alþýðubókinni með viðlíkingu á innflutn-
ingi bandarískra kvikmynda og náttúruhamfara, og kaldhæðið gildismatið
gæti vart verið afdráttarlausara: „En allur sá leirburður og þvættingur sem
birst hefur á íslensku í ræðu og riti frá landnámstíð er hégómi hjá þeirri
stórframleiðslu af myndaleirburði er flæðir yfir land vort frá Ameríku. Í
samanburði við amerískar kvikmyndir verður allur íslenskur leirburður gull-
aldarbókmenntir.“23 Þremur árum fyrr hafði Einar olgeirsson kvartað yfir
því að kvikmyndahúsin í Reykjavík væru rekin með gróðasjónarmið ein-
vörðungu að leiðarljósi og ekkert tillit væri tekið til „menningargildis kvik-
myndanna“.24
grein guðmundar Hagalín í Tímanum 27. apríl 1954 er ennfremur
prýðilegt dæmi um hvernig þjóðmenningunni var gjarnan talin standa ógn
af kvikmyndinni, en guðmundur ræðir þar hættu þess að „íslenzk tunga
og menning týnist í flóði erlendrar ómenningar“ og nefnir sérstaklega til
sögunnar kvikmyndir: „Hvergi er þessi skemmdarstarfsemi jafn áberandi og
stórtæk og í hinum mörgu og stásslegu kvikmyndahúsum“, og í framhaldinu
bendir hann á hversu vesælt úrvalið í kvikmyndahúsum borgarinnar sé, enga
viðleitni megi þar greina „til að lýsa heilbrigðu lífi og viðhorfum, heldur er
hrúgað saman myndum þess auvirðilegasta, innantómasta og skaðvænleg-
asta í lifnaðarháttum stefnulausrar og afvegaleiddrar kynslóðar í stórborgum
Vesturheims“.25 Þegar hluti ávarps guðmundar var endurbirt í Einingu all-
nokkru síðar hnýtir ritstjórinn, Pétur Sigurðsson, umræðu um þá „flóðöldu
af óhollu lestrarefni sem fer yfir landið“ við hugleiðingar guðmundar um
kvikmyndir, enda var um áþekka meinsemd að ræða að margra mati.26 Þegar
hugað er að síðari tíma umræðum um tilkomu myndbandsins og setningu
laga er bönnuðu tiltekna tegund viðsjárverðra kvikmynda er mikilvægt að
meðvitund sé fyrir hendi um langa sögu tortryggni í garð kvikmyndamið-
ilsins og þeirrar erlendu „ómenningar“ er ýmsum þótti flæða yfir landið,
sem og langstandandi viðnáms gegn þróun af því tagi. Þá væri það kannski
22 Halldór guðmundsson, „Loksins, loksins“: Vefarinn mikli og upphaf íslenskra
nútímabókmennta, Reykjavík: Mál og menning, 1987, bls. 59.
23 Halldór laxness, Alþýðubókin. Þriðja útgáfa, Reykjavík: Helgafell, 1949, bls. 114.
24 Einar olgeirsson, „Íslensk menningarmál: Rekstur kvikmyndaleikhúsanna“, Réttur
1-2/1926, bls. 133–137, hér bls. 134.
25 guðmundur g. Hagalín, „Kvikmyndin Nýtt hlutverk“, bls. 4.
26 Pétur Sigurðsson, „Kennsla í glæpastarfsemi – og siðleysi“, Eining 2/1967, bls. 6.