Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Qupperneq 232
ÁHRIF SIðBóTARInnAR Á ÍSLAnDI
231
hefur markaður fyrir kirkjulegan listiðnað væntanlega dregist saman og
tækifærum kvenna á því sviði fækkað þótt ekki hafi hann horfið og hannyrðir
kvenna tekið að gegna öðru hlutverki.95 Með versnandi árferði og efnahag
á öldunum eftir siðaskipti má svo ætla að menntun kvenna bæði á bóklega
og verklega sviðinu hafi hrakað. Þar var þó ekki um siðbótaráhrif að ræða.
Á síðustu tveimur áratugum 19. aldar eða eftir lok þess tímabils sem hér
er nefnt hið lútherska skeið hófst svo kvennabarátta hér á landi. Leiðir þess-
arar nýju kvennahreyfingar og lúthersku kirkjunnar sköruðust með ýmsu
móti og þá ekki síst á þann hátt að sömu einstaklingar voru virkir á báðum
stöðum. nokkrir prestar studdu t.a.m. kvennabaráttuna. Ýmsar nýjar trúar-
hreyfingar lögðu einnig sitt af mörkum til kvennabaráttunnar.96 Tæpast er
þó mögulegt að líta á kvennahreyfinguna um 1900 sem áhrif siðbótarinnar
eða Lúthers þótt einhver rök eða hugmyndir kunni að hafa verið sóttar til
hans.
Hjúskapar- og kynferðismál
Hjúskaparmálin eru mikilvægt svið í samfélagslegum efnum þar sem þau
lúta í senn að kynlífssiðfræði en eru líka grundvöllur heimilisins en það var
mikilvæg samfélagsstofnun í bændasamfélagi fyrri tíma. gegndi það lykil-
hlutverki á sviði uppeldis, alþýðufræðslu og félagslegs taumhalds auk þess að
vera framleiðslueining.
Lúther boðaði miklar breytingar á hjúskaparmálum þar sem hann hafn-
aði því að hjónavígslan væri sakramenti en leit á hjónabandið sem veraldlega
95 Elsa E. guðjónsson, „Með silfurbjarta nál: um kirkjuleg útsaumsverk íslenskra
kvenna í kaþólskum og lútherskum sið“, Konur og kristsmenn: Þættir úr kristnisögu
Íslands, ritstj. Inga Huld Hákonardóttir, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996, bls.
119–162. Ekki má líta svo á að listskreytingar í kirkjum hafi horfið með öllu.
Í stað listvefnaðar og myndlistar af ýmsu tagi kom nú frekar útskorin skreytilist.
Má í því sambandi benda á barokkverk guðmundar guðmundssonar (1618–um
1700) í Bjarnastaðahlíð sem var menntaður erlendis og starfaði m.a. fyrir báða
biskupsstólana. Þóra Kristjánsdóttir, Mynd á þili: Íslenskir myndlistarmenn á 16., 17.
og 18. öld, Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands, JPV útgáfa, 2005, bls. 56–65.
96 Arnfríður guðmundsdóttir, „Sr. ólafur ólafsson fríkirkjuprestur og
kvenréttindabaráttan um aldamótin 1900: Aðdragandi laga um rétt kvenna til
embættisnáms, styrkja og embætta“, Áhrif Lúthers: Siðaskipti, samfélag og menning í
500 ár, ritstj. Hjalti Hugason o.a., Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2017,
bls. 395–418. Kristín Ástgeirsdóttir, „„Haf þinn guð í stafni“: Kristileg orðræða og
andóf í skrifum og ljóðum kvenréttindakvenna“, Áhrif Lúthers: Siðaskipti, samfélag og
menning í 500 ár, ritstj. Hjalti Hugason o.a., Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag,
2017, bls. 419–442. Sjá og ýmsar greinar í greinasafninu Kvennabaráttan og kristin
trú, ritstj. Arnfríður guðmundsdóttir o.a., Reykjavík: JPV útgáfa, 2009.