Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Page 165
SiGRÚn MaRGRéT GUðMUndSdóTTiR
164
Sagan endalausa
Björg er ekki einungis lokuð inni í húsinu heldur festist hún einnig í lokaðri
hringrás á þeirri stundu sem hún stígur inn í húsið. Rýmið tilheyrir öðrum
tíma sem birtist um leið og Björgu áskotnast blár bolti úr fortíðinni, sem
gefur til kynna að tími hússins sé hreyfanlegur; að hann geti rúllað jafnt fram
og til baka líkt og boltinn. Einmana boltar hafa reyndar rúllað og skoppað
um ótal reimleikahús í hryllingsmyndum.88 Í kvikmyndinni The Changeling
gefur einn slíkur til kynna að fortíð og nútíð fari saman í húsinu sem aðal-
persónan John Russell (George C. Scott) leigir. Boltinn tengist einnig áfall-
inu sem hann varð fyrir þegar hann missti konu sína og dóttur, því hann
telur boltann tilheyra dóttur sinni þó að annað komi síðar í ljós. Þar með eru
reimleikarnir einnig tengdir óuppgerðri fortíð hans. Sama á við um Björgu.
Frá því hún sér boltann eru áhorfendur hvað eftir annað minntir á að unga
konan hvirflast um í fortíð sem húsið spilar stöðugt. Björg lokast með öðrum
orðum inni í lykkju, eða festist á rás hússins. Ýmislegt fleira en boltinn gefur
það til kynna. Klukka á náttborðinu við rúmstokk Péturs og Bjargar tifar,
en tíminn líður þó ekki. Klukkunni bregður einnig fyrir í endurliti, hún er í
húsinu þegar Björg var lítil og í báðum tilfellum er hún að nálgast þrjú. Seg-
ulbandstækið á miðilsfundinum sem greint var frá fyrr og spólan eru tákn-
ræn fyrir lokaða hringinn sem húsið er fast í, en einnig fyrir huga Bjargar.
atburðir á nútíðarsviði kvikmyndarinnar sem koma Björgu úr jafnvægi vekja
upp tilfinningar tengdar fortíðinni. Þegar parið hefur komið sér fyrir á nýja
heimilinu er Björgu farið að renna í grun að ekki sé allt með felldu, hvorki í
húsinu né í sambandinu. Pétur hefur verið að róta í læsta herberginu og sótt
þangað stól fyrir Ásu til að sitja á við kvöldæfingarnar. Á meðan hann skutlar
Ásu heim stendur Björg við opið og uppljómað herbergið sem geymir hús-
gögn fyrri íbúa þegar hún heyrir hvellt hljóð eins og hleypt sé af byssu. Í kjöl-
farið verður henni litið á stólinn sem Pétur hafði tekið fram úr geymslunni
og snöggreiðist. Engu er líkara en að stóllinn ræsi dulkóðaða tilfinningu af
stað úr möndlunni í heila Bjargar. Þegar Pétur kemur heim hverfist sam-
talið í fyrstu um stólinn þegar Björg segir „Hvað heldur þú að fólkið segði
ef það vissi að þú værir að ráðskast með dótið?“ Pétur svarar: „Hvað er þetta
manneskja, hvaða læti eru þetta út af einum stól?“. Samtalinu lýkur með því
að Björg lætur í ljós tortryggni gagnvart sambandi Ásu og Péturs þegar hún
88 Til dæmis um þær ótalmörgu kvikmyndir sem sýna draugalega bolta á ferð og flugi
má nefna Operazione Paura, (Mario Bava, 1966), The Shining, The Awakening (nick
Murphy, 2011), Paranormal Activity 4 (Henry Joost, 2012) og We are Still Here,
(Ted Geoghean, 2015).